Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45