Ljótar og skrýtnar kartöflur fá nýtt líf Guðný Hrönn skrifar 16. febrúar 2018 05:59 Viðar Reynisson forðar skrýtnum kartöflum frá því að lenda í ruslatunnunni. VÍSIR/EYÞÓR Mikið magn kartaflna sem þykja ljótar, skrýtnar í laginu eða of stórar lendir í ruslinu hjá kartöflubændum. Viðar Reynisson sá sér leik á borði þegar hann komst að því og framleiðir nú alíslenskar kartöfluflögur undir vörumerkinu Ljótu kartöflurnar. „Þetta er kartöfluflögur sem framleiddar eru úr kartöflum sem hefðu annars lent í ruslinu,“ segir Viðar, framkvæmdastjóri Ljótu kartaflnanna, spurður út í snakkið. „Hugmyndin kviknaði fyrir löngu síðan en upphaflega ætlaði ég bara að gera íslenskar kartöfluflögur úr íslensku hráefni, það hefur aldrei verið gert hérna heima. En svo þegar ég fór að prófa mig áfram þá sá ég að það er óheyrilegt magn kartaflna sem fer til spillis vegna útlitsgalla.“ Viðar bendir þá á að það felist mikil mengun í því að flytja inn erlent snakk. „Snakk er umfangsmikil vara sem verið er að flytja inn enda inniheldur hver poki mikið loft. Og snakk er vel hægt að búa til hér heima. Umhverfisþátturinn er augljós.“Boðið er upp á þrjár tegundir af kartöflum.Vísir/EyþórSkemmtilegir kartöflukarakterar Spurður út í hvort hann sé samkeppnishæfur við erlenda snakkframleiðendur hvað varðar verð segir Viðar: „Nei, ég er ekki samkeppnishæfur í verði, ekki á meðan framleiðslan er lítil eins og hún er í dag. En pælingin er að fá neytendur til að vanda valið. Núna erum við að einblína á að selja Ljótu kartöflurnar í litlum verslunum, á börum, veitingastöðum og hótelum. Umbúðir Ljótu kartaflnanna vekja eftirtekt en snakkpokarnir eru glærir og skreyttir skemmtilegum fígúrum. „Þetta er glært plast sem er svo prentað á. Plastið er glært, bæði til að það sé hægt að sjá vöruna en líka til að einfalda flokkun. Allt annað snakk er í álþynnupokum sem er úr einhverri plastog álblöndu. Karakterarnir á umbúðunum eiga svo allir sína sögu. Í framhaldinu munum við leika okkur meira með þá í markaðssetningu,“ segir Viðar spenntur fyrir framhaldinu Af hverju lenda kartöflur í ruslunu hjá kartöflubændum? Þeim hefur verið hent þar sem neytendur kjósa frekar minni kartöflur. Þær eru kannski þægilegri í suðu og aðra matreiðslu og þar af leiðandi vilja verslanir ekki þær stóru. Sömuleiðis kaupa neytendur síður þær kartöflur sem eru óvenjulegar í útliti og lögun. Við megum því hugsa okkur betur um þegar við veljum kartöflur og annað grænmeti,“ segir Viðar sem vill vekja fólk til umhugsunar um matarsóun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Mikið magn kartaflna sem þykja ljótar, skrýtnar í laginu eða of stórar lendir í ruslinu hjá kartöflubændum. Viðar Reynisson sá sér leik á borði þegar hann komst að því og framleiðir nú alíslenskar kartöfluflögur undir vörumerkinu Ljótu kartöflurnar. „Þetta er kartöfluflögur sem framleiddar eru úr kartöflum sem hefðu annars lent í ruslinu,“ segir Viðar, framkvæmdastjóri Ljótu kartaflnanna, spurður út í snakkið. „Hugmyndin kviknaði fyrir löngu síðan en upphaflega ætlaði ég bara að gera íslenskar kartöfluflögur úr íslensku hráefni, það hefur aldrei verið gert hérna heima. En svo þegar ég fór að prófa mig áfram þá sá ég að það er óheyrilegt magn kartaflna sem fer til spillis vegna útlitsgalla.“ Viðar bendir þá á að það felist mikil mengun í því að flytja inn erlent snakk. „Snakk er umfangsmikil vara sem verið er að flytja inn enda inniheldur hver poki mikið loft. Og snakk er vel hægt að búa til hér heima. Umhverfisþátturinn er augljós.“Boðið er upp á þrjár tegundir af kartöflum.Vísir/EyþórSkemmtilegir kartöflukarakterar Spurður út í hvort hann sé samkeppnishæfur við erlenda snakkframleiðendur hvað varðar verð segir Viðar: „Nei, ég er ekki samkeppnishæfur í verði, ekki á meðan framleiðslan er lítil eins og hún er í dag. En pælingin er að fá neytendur til að vanda valið. Núna erum við að einblína á að selja Ljótu kartöflurnar í litlum verslunum, á börum, veitingastöðum og hótelum. Umbúðir Ljótu kartaflnanna vekja eftirtekt en snakkpokarnir eru glærir og skreyttir skemmtilegum fígúrum. „Þetta er glært plast sem er svo prentað á. Plastið er glært, bæði til að það sé hægt að sjá vöruna en líka til að einfalda flokkun. Allt annað snakk er í álþynnupokum sem er úr einhverri plastog álblöndu. Karakterarnir á umbúðunum eiga svo allir sína sögu. Í framhaldinu munum við leika okkur meira með þá í markaðssetningu,“ segir Viðar spenntur fyrir framhaldinu Af hverju lenda kartöflur í ruslunu hjá kartöflubændum? Þeim hefur verið hent þar sem neytendur kjósa frekar minni kartöflur. Þær eru kannski þægilegri í suðu og aðra matreiðslu og þar af leiðandi vilja verslanir ekki þær stóru. Sömuleiðis kaupa neytendur síður þær kartöflur sem eru óvenjulegar í útliti og lögun. Við megum því hugsa okkur betur um þegar við veljum kartöflur og annað grænmeti,“ segir Viðar sem vill vekja fólk til umhugsunar um matarsóun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira