Lífið

Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axl Rose þandi heldur betur raddböndin í gærkvöldi.
Axl Rose þandi heldur betur raddböndin í gærkvöldi.
Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 

Þeir félagar spiluðu í þrjá og hálfa klukkustund og tóku ekki eina pásu allan tímann. 

Slash fór hreinlega á kostum á gítarnum og tók nokkur ódauðleg gítarsóló. Axl Rose var stórbrotinn og hefur röddin greinilega haldið sér öll þessi ár. 

Áhorfendur á Laugardalsvelli voru vægast sagt sáttir á vellinum en hér að neðan má sjá myndbönd sem finna má á YouTube, þegar sveitin tók meðal annars Welcome to the Jungle og Paradise City sem var síðasta lag kvöldsins.

Welcome to the Jungle
You Could Be Mine
Shadow of Your Love
Eitt af fjölmörgum gítarsólóum Slash

Tengdar fréttir

„Sjáumst aftur fyrr en síðar“

Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld.

„Hættulegasta hljómsveit heims“ á Íslandi

Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses á sér marga dygga aðdáendur hér á landi líkt og víðast hvar í heiminum. Nú, þegar goðin hafa loks stigið á íslenska grundu, er við hæfi að rifja upp hvernig þetta byrjaði allt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.