Óli Jóels varð að játa sig sigraðan í bardaga við Króla.
Tónlistarmaðurinn og rapparinn Króli kíkti við í GameTíví til að keppa við Óla Jóels í UFC 3. Greinilegt var að Króli hefur nokkrum sinnum gripið í þann leik því Óli Jóels var hreinlega niðurlægður á heimavelli, eins og hann kemst sjálfur að orði í meðfylgjandi myndbandi þar sem horfa má á viðureign þeirra.