Japaninn Kei Saito varð fyrsti íþróttamaðurinn til þess að falla á lyfjaprófi á Vetrarólympíuleikunum sem nú fara fram í Pyeongchang í Suður Kóreu.
Saito er skautahlaupari en hann mun ekki fá að sanna sig á leikunum þar sem honum var vísað frá keppni vegna málsins. BBC greinir frá þessu í dag.
Hinn 21 árs Saito hefur yfirgefið Ólympíuþorpið en hann heldur þrátt fyrir það fram sakleysi sínu.
Það fannst acetalozamide í prófsýni hans, efni sem er á bannlista og er í flokki efna sem oft eru notuð til þess að fela áhrif annara ólöglegra efna.
Hann er nú í keppnisbanni þar til rannsókn á málinu lýkur.
