Seinni bylgjan fékk að mynda í klefunum í gær: „Þetta var rosaleg ræða“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 12:00 Tómas Þór Þórðarson kynnti nýung í gær í Seinni bylgjunni en þar er um að ræða myndatöku sem við munum vonandi sjá meira af í kringum úrslitakeppni Olís deildarinnar í vor. Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær. „Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær. „Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.Stöð 2 Sport„Við settum upp myndvél í klefunum hjá ÍR og Selfossi. Þjálfararnir eru síðan með hljóðnema. Við ætlum ekki að sýna strákana í sturtu eða eitthvað svoleiðis en vildum gefa ykkur smá sýnishorn af því sem er að gerast inn í búningsklefanum áður en haldið er út í leik,“ sagði Tómas. Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð. „Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.Stöð 2 Sport„Mínir þjálfarar hafa alltaf staðið og verið ógnandi. Bjarni fer á sama plan,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við: „Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau. Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson kynnti nýung í gær í Seinni bylgjunni en þar er um að ræða myndatöku sem við munum vonandi sjá meira af í kringum úrslitakeppni Olís deildarinnar í vor. Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær. „Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær. „Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.Stöð 2 Sport„Við settum upp myndvél í klefunum hjá ÍR og Selfossi. Þjálfararnir eru síðan með hljóðnema. Við ætlum ekki að sýna strákana í sturtu eða eitthvað svoleiðis en vildum gefa ykkur smá sýnishorn af því sem er að gerast inn í búningsklefanum áður en haldið er út í leik,“ sagði Tómas. Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð. „Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.Stöð 2 Sport„Mínir þjálfarar hafa alltaf staðið og verið ógnandi. Bjarni fer á sama plan,“ sagði Jóhann Gunnar. „Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við: „Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira