Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2018 20:15 Dornier 328-vélin var keypt í Þýskalandi. Stefnt er að því að hún verði farin að þjóna innanlandsfluginu í apríl. Mynd/Hörður Guðmundsson. Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1969, fyrir 49 árum, sem Hörður Guðmundsson hóf flugrekstur og þá byrjaði hann með sex sæta Cessnu 185. Nú er hann búinn kaupa stærri vél en nokkru sinni fyrr; Dornier 328. Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis. Hann státar af því að vera með elstu kennitöluna í flugrekstri innanlands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er fjölgun í innanlandsfluginu. Það er vaxandi áhugi erlendra ferðamanna að komast beint út á land frá Reykjavík og sleppa öngþveitinu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hörður. „Yfir vetrarmánuðina líka þá er vaxandi hópur fólks sem nýtir sér einmitt flugið til þess að þurfa ekki að vera á varasömum vegum við erfiðar aðstæður.“ Fjórar Jetstream-skrúfuþotur Ernis þykja hraðfleygar á 420 kílómetra hraða en nýja vélin flýgur á 620 kílómetra hraða. Jetstream-vélarnar taka 19 farþega en sú nýja 32 farþega. Hörður vonast til að hún verði komin í rekstur innan tveggja mánaða á helstu innanlandsleiðum.Jetstream-skrúfuþota á Hornafjarðarflugvelli. Fjórar slíkar hafa haldið uppi innanlandsflugi Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Húsavík verður áfram vaxandi og Hornafjörður. Svo eru Vestmannaeyjar. Við erum að fljúga á Vestmannaeyjar 3-4 ferðir á dag núna eiginlega alla daga.“ Einnig geti Dornier-vélin flogið fullhlaðin með 32 farþega á Bíldudal meðan Jetstream-vélarnar geti aðeins tekið tíu farþega þangað vegna stuttrar brautar. Auk fyrrgreindra staða er Ernir með áætlunarflug til Sauðárkróks og Gjögurs. Hörður sér líka tækifæri í leiguflugi til nágrannalanda. Nýja vélin opni fjölda flugvalla, bæði á Grænlandi og í Norður-Noregi.Dornier-vélin sem Flugfélagið Ernir hefur keypt. Hún flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.En Hörður hyggst ekki láta eina Dornier duga. „Markmiðið er kannski til að byrja með tvær vélar á næstu kannski tveimur árum eða svo. En við getum líka séð fram á það, ef við skiptum núverandi flota út, þá gætum við rekið þessa áætlun okkar með þremur stærri vélum.“Dornier-skrúfuþotan er innréttuð með 32 farþegasætum. Það þýðir að félagið þarf að ráða flugfreyjur.Mynd/Hörður Guðmundsson.Hörður segir að það sé á mörkunum að hin litla flugstöð Ernis á Reykjavíkurflugvelli dugi þegar stóra vélin kemur í apríl. „Það eru allsstaðar ágætis flugstöðvar úti um allt land nema í Reykjavík. Það er bara til háborinnar skammar fyrir flugvöllinn bara, myndi ég segja, að það hafi ekki verið hægt að byggja hér upp sómasamlega aðstöðu, öll þessi ár.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1969, fyrir 49 árum, sem Hörður Guðmundsson hóf flugrekstur og þá byrjaði hann með sex sæta Cessnu 185. Nú er hann búinn kaupa stærri vél en nokkru sinni fyrr; Dornier 328. Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis. Hann státar af því að vera með elstu kennitöluna í flugrekstri innanlands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er fjölgun í innanlandsfluginu. Það er vaxandi áhugi erlendra ferðamanna að komast beint út á land frá Reykjavík og sleppa öngþveitinu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hörður. „Yfir vetrarmánuðina líka þá er vaxandi hópur fólks sem nýtir sér einmitt flugið til þess að þurfa ekki að vera á varasömum vegum við erfiðar aðstæður.“ Fjórar Jetstream-skrúfuþotur Ernis þykja hraðfleygar á 420 kílómetra hraða en nýja vélin flýgur á 620 kílómetra hraða. Jetstream-vélarnar taka 19 farþega en sú nýja 32 farþega. Hörður vonast til að hún verði komin í rekstur innan tveggja mánaða á helstu innanlandsleiðum.Jetstream-skrúfuþota á Hornafjarðarflugvelli. Fjórar slíkar hafa haldið uppi innanlandsflugi Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Húsavík verður áfram vaxandi og Hornafjörður. Svo eru Vestmannaeyjar. Við erum að fljúga á Vestmannaeyjar 3-4 ferðir á dag núna eiginlega alla daga.“ Einnig geti Dornier-vélin flogið fullhlaðin með 32 farþega á Bíldudal meðan Jetstream-vélarnar geti aðeins tekið tíu farþega þangað vegna stuttrar brautar. Auk fyrrgreindra staða er Ernir með áætlunarflug til Sauðárkróks og Gjögurs. Hörður sér líka tækifæri í leiguflugi til nágrannalanda. Nýja vélin opni fjölda flugvalla, bæði á Grænlandi og í Norður-Noregi.Dornier-vélin sem Flugfélagið Ernir hefur keypt. Hún flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.En Hörður hyggst ekki láta eina Dornier duga. „Markmiðið er kannski til að byrja með tvær vélar á næstu kannski tveimur árum eða svo. En við getum líka séð fram á það, ef við skiptum núverandi flota út, þá gætum við rekið þessa áætlun okkar með þremur stærri vélum.“Dornier-skrúfuþotan er innréttuð með 32 farþegasætum. Það þýðir að félagið þarf að ráða flugfreyjur.Mynd/Hörður Guðmundsson.Hörður segir að það sé á mörkunum að hin litla flugstöð Ernis á Reykjavíkurflugvelli dugi þegar stóra vélin kemur í apríl. „Það eru allsstaðar ágætis flugstöðvar úti um allt land nema í Reykjavík. Það er bara til háborinnar skammar fyrir flugvöllinn bara, myndi ég segja, að það hafi ekki verið hægt að byggja hér upp sómasamlega aðstöðu, öll þessi ár.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53