Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 20:26 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó „Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00