Lífið

SuRie með áverka eftir atvikið leiðinlega í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
SuRie opnaði sig um atvikið.
SuRie opnaði sig um atvikið. vísir/epa/itv
Óheppilegt atvik átti sér stað á Eurovision í Lissabon á laugardagskvöldið þegar maður hljóp inn á sviðið og greip í hljóðnemann af bresku söngkonunni SuRie og talaði í hann þar til hann var gripinn af öryggisvörðum og dreginn af sviðinu.

Susanna Marie Cork, sem er betur þekkt undir nafninu, SuRie hélt þó ótrauð áfram með atriði sitt og virtist ekki láta þetta á sig fá. Bretinn fékk boð um að flytja lagið aftur undir lok kvöldsins en en afþakkaði boðið og sagðist vera stolt af flutningi sínum.

Söngkonan tjáir sig um málið í morgunþættinum This Morning á ITV í morgun og segist hún vera með áverka eftir atvikið.

„Það var einhvern veginn ekki tími til að vera hrædd. Hann var bara mættur alveg upp við mig, og augnabliki síðar voru öryggisverður búnir að fjarlægja hann. Ég er með nokkrar rispur á höndunum og það sést aðeins á mér á öxlinni,“ sagði SuRie í viðtalinu en hér að neðan má sjá atvikið sjálft.

Maðurinn sem um ræðir er Breti og kallar sig Dr ACactivism. Hann hefur áður komið við sögu í breskum miðlum þegar hann truflaði sjónvarpsmanninn Dermot O'Leary á bresku tónlistarverðlaununum. 


Tengdar fréttir

Eurovision-múnarinn stendur frammi fyrir fangelsisvist

Maðurinn, Vitalii Sediuk, er annálaður úkraínskur hrekkjalómur. Hann er nú í haldi lögreglu eftir að hafa truflað atriði úkraínsku söngkonunnar Jamala í tónleikahöllinni í Kænugarði í gærkvöldi. Við honum blasir allt að fimm ára fangelsisvist og há fjársekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.