Lífið

Bein útsending: Katrín Lea í Miss Universe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Lea er ein af 94 keppendum sem taka þátt í MIss Universe.
Katrín Lea er ein af 94 keppendum sem taka þátt í MIss Universe.
Katrín Lea Elenudóttir er um þessar mundir í Bangkok að taka þátt í Miss Universe-keppninni en á fimmtudagskvöldið fór fram svokölluð forkeppni en aðalkeppnin er síðan í kvöld. 

94 keppendur taka þátt og á forkeppniskvöldinu koma allir keppendur fram í síðkjól og baðfötum. 

Það var í raun eina tækifærið fyrir alla keppendur að sýna sig í kjól og baðfötum þar sem aðeins verða tuttugu konur valdar til þess að keppa í kvöld.

Katrín Lea var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir nokkrum vikum en þáttinn má sjá að neðan.

Steve Harvey verður kynnir kvöldsins eins og vanalega en hann hefur áður vakið mikla athygli í Miss Universe og þá aðallega þegar hann kynnti til leiks rangan sigurvegara. 



Lokakvöldið hefst stundvíslega klukkan 00:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á YouTube-síðu Miss Universe og einnig á Facebook-síðunni.


Tengdar fréttir

Besta stúlka í heimi

Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember.

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×