Lögregla staðfestir öryggi Davidson eftir kall á hjálp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 08:29 Davidson og Grande þegar allt lék í lyndi Getty/Jeff Kravitz Lögreglan í New York hefur staðfest að grínistinn Pete Davidson er heill á húfi og í öruggum höndum, en óttast var um Davidson eftir að hann setti inn færslur á Instagram síðu sína í gær þar sem hann virtist kalla á hjálp og sagðist ekki vilja vera á þessari jörð lengur. Hann eyddi síðar Instagram reikningi sínum. Ummæli Davidson komu í kjölfar þess að fyrrverandi unnusta hans, söngkonan Ariana Grande, gerði rifrildi rapparanna Kanye West og Drake að umtalsefni sínu á Twitter. Í tísti sem hún eyddi síðar á fimmtudag sagði hún „Krakkar ég veit að það eru fullorðnir menn að rífast á netinu en ég og Miley erum að gefa út falleg ný lög í kvöld, þannig að ef þið gætuð allir hagað ykkur í eins og nokkra tíma svo að stelpurnar geti fengið að njóta sín væri það æði takk.“ Kanye svaraði tísti Grande í gærmorgun og sagðist meðvitaður um að söngkonan hafi ætlað sér að vera töff og ekki meint neitt illt en að hann kynni ekki við að vera lítilsvirtur á nokkurn hátt af fólki sem þætti vænt um hann. Sagði hann jafnframt að fólk væri ekki lengur til í brandara um geðheilbrigði, en Kanye hefur verið opinskár upp á síðkastið um baráttu sína við geðhvörf. Söngkonan baðst síðar afsökunar og sagði að ummæli hennar hefðu verið tillitslaus og heimskuleg.I know Ariana said this to be cool and didn’t mean no harm but I don’t like even slightest level of slight commentary from someone I know loves and respects me pic.twitter.com/T9VXaIj9MX — ye (@kanyewest) December 15, 2018Kynnti tónlistaratriði seinna um kvöldið Davidson, sem hefur mátt þola mikið áreiti á netinu eftir að hann og Grande slitu trúlofun sinni í haust, tók upp hanskann fyrir Kanye. „Bravó Kanye West fyrir að verja sjálfan þig og tala um geðheilbrigði. Ég get ekki útskýrt hversu erfitt og ógnvekjandi það er að vera hreinskilinn um svona mál. Við þurfum fólk eins og Kanye. Enginn ætti að gagnrýna þig fyrir þitt hugrekki í því að tala um geðheilbrigði. Mér býður við svona.“ Síðar bætti grínistinn við að hann væri að gera sitt besta. „En ég veit ekki hversu mikið lengur ég mun endast. Ég hef bara reynt að hjálpa fólki,“ sagði hann og bætti við að hann vildi ekki lengur vera á þessari plánetu. Síðar eyddi hann Instagram reikningi sínum. Davidson hefur, rétt eins og Kanye, talað opinskátt um geðheilbrigðismál en hann er greindur með jaðarpersónuleikaröskun. Síðar um kvöldið kom Davidson stuttlega fram í jólaþætti Saturday Night Live, hvar hann hefur verið í leikarahópi í nokkur ár, til að kynna tónlistaratriði Miley Cyrus. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Lögreglan í New York hefur staðfest að grínistinn Pete Davidson er heill á húfi og í öruggum höndum, en óttast var um Davidson eftir að hann setti inn færslur á Instagram síðu sína í gær þar sem hann virtist kalla á hjálp og sagðist ekki vilja vera á þessari jörð lengur. Hann eyddi síðar Instagram reikningi sínum. Ummæli Davidson komu í kjölfar þess að fyrrverandi unnusta hans, söngkonan Ariana Grande, gerði rifrildi rapparanna Kanye West og Drake að umtalsefni sínu á Twitter. Í tísti sem hún eyddi síðar á fimmtudag sagði hún „Krakkar ég veit að það eru fullorðnir menn að rífast á netinu en ég og Miley erum að gefa út falleg ný lög í kvöld, þannig að ef þið gætuð allir hagað ykkur í eins og nokkra tíma svo að stelpurnar geti fengið að njóta sín væri það æði takk.“ Kanye svaraði tísti Grande í gærmorgun og sagðist meðvitaður um að söngkonan hafi ætlað sér að vera töff og ekki meint neitt illt en að hann kynni ekki við að vera lítilsvirtur á nokkurn hátt af fólki sem þætti vænt um hann. Sagði hann jafnframt að fólk væri ekki lengur til í brandara um geðheilbrigði, en Kanye hefur verið opinskár upp á síðkastið um baráttu sína við geðhvörf. Söngkonan baðst síðar afsökunar og sagði að ummæli hennar hefðu verið tillitslaus og heimskuleg.I know Ariana said this to be cool and didn’t mean no harm but I don’t like even slightest level of slight commentary from someone I know loves and respects me pic.twitter.com/T9VXaIj9MX — ye (@kanyewest) December 15, 2018Kynnti tónlistaratriði seinna um kvöldið Davidson, sem hefur mátt þola mikið áreiti á netinu eftir að hann og Grande slitu trúlofun sinni í haust, tók upp hanskann fyrir Kanye. „Bravó Kanye West fyrir að verja sjálfan þig og tala um geðheilbrigði. Ég get ekki útskýrt hversu erfitt og ógnvekjandi það er að vera hreinskilinn um svona mál. Við þurfum fólk eins og Kanye. Enginn ætti að gagnrýna þig fyrir þitt hugrekki í því að tala um geðheilbrigði. Mér býður við svona.“ Síðar bætti grínistinn við að hann væri að gera sitt besta. „En ég veit ekki hversu mikið lengur ég mun endast. Ég hef bara reynt að hjálpa fólki,“ sagði hann og bætti við að hann vildi ekki lengur vera á þessari plánetu. Síðar eyddi hann Instagram reikningi sínum. Davidson hefur, rétt eins og Kanye, talað opinskátt um geðheilbrigðismál en hann er greindur með jaðarpersónuleikaröskun. Síðar um kvöldið kom Davidson stuttlega fram í jólaþætti Saturday Night Live, hvar hann hefur verið í leikarahópi í nokkur ár, til að kynna tónlistaratriði Miley Cyrus. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira