Körfubolti

Framlengingin: ÍR hefur þrjá leiki til að rífa sig upp úr þessu rugli og taka deildarmeistaratitilinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær og voru að vanda fimm málefni tengd deildinni rædd í lok þáttar.

Kristinn Geir Friðriksson og Hermann Hauksson tókust á að þessu sinni undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar en þeir riðu á vaðið og virtust sammála um að þessar sífelldu breytingar á erlendu leikmönnunum væru ekki til hins góða.

Næsta mál var sigur Haukanna á Stólunum í gær og hvort þetta hefði verið yfirlýsing til deildarinnar en síðar í Framlengingunni var rætt hvaða lið yrði deildarmeistarar þar sem Kristinn stóð við spá sína á Twitter fyrr í vikunni.

Þá var farið í Valsliðið og hvort að þeir væru lentir á vegg eftir fjölmörg töp í röð áður en endað var á að ræða það hversu oft Stólarnir klikkuðu þegar prófið væri stórt eins og sýndist gegn Haukum.

Myndband frá þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ásamt umræðu sérfræðinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×