Lífið

Telja að Prince verði varpað sem heilmynd á sviðið í Ofurskálinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Prince lét ekki úrhellisrigningu stoppa sig þegar hann sá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar árið 2007.
Prince lét ekki úrhellisrigningu stoppa sig þegar hann sá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar árið 2007. Vísir/Getty
Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að heilmynd af tónlistarmanninum látna Prince verði varpað á sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar annað kvöld.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake mun koma fram á tónleikum í hálfleik viðureignar New England Patriots og Philadelphia Eagles um Ofurskál NFL-deildarinnar í Minneapolis.

Janet Jackson og Justin Timberlake komu fram á hálfleikssýningu Ofurskálarinnar árið 2004. Það varð ansi umdeild sýning því fatnaður Janets rifnaði frá öðru brjósti hennar í beinni útsendingu. Þurfti hún að þola mikla gagnrýni í kjölfarið en hún er talin koma fram sem óvæntur gestur í hálfleikssýningu Timberlakes annað kvöld.Vísir/Getty
TMZ greinir frá því að Timberlake hafi verið við stífar æfingar fyrir tónleikana en heimildarmenn fjölmiðilsins segja að hann ætli að heiðra minningu Prince með því að varpa heilmynd af honum á sviðið á meðan tónlist eftir hann verður leikin.

Prince lést 57 ára að aldri í apríl árið 2016.

Hann var aðalnúmerið í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar árið 2007 og þótti sú sýning afar eftirminnileg en þar lék Prince þekktustu lög sín í grenjandi rigningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.