Ford F-150 seldist í 896.764 eintökum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2018 10:03 Ford F-150 pallbíllinn var söluhæstur vestanhafs 41. árið í röð. Vinsældir pallbíla í Bandaríkjunum ætlar engan endi að taka og sá allra vinsælasti þeirra, Ford F-150 mokaðist hreinlega út á síðasta ári. Hann seldist í hvorki fleiri né færri eintökum en 896.764 eingöngu í heimalandinu Bandaríkjunum. Árið í fyrra markar 41. árið í röð sem Ford F-150 er mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum. Sala bílsins jókst um 9,3% á milli ára. Næst mest selda bílgerðin í Bandaríkjunum á nýliðnu ári var einnig pallbíll, eða Chevrolet Silverado, en hann seldist í 585.864 eintökum og sala hans jókst um 1,9% á milli ára. Í þriðja sætinu var einnig pallbíll og kórónar það pallbílaæði Bandaríkjamanna, en Ram Trucks seldust í 500.723 eintökum í fyrra. Jókst sala þeirra um 2,0% frá fyrra ári. Það eru svo tveir jepplingar sem sitja í næstu tveimur sætum, en Toyota RAV4 seldist í 407.549 eintökum og Nissan Qashqai í 403.465. Sala RAV4 jókst um 16,1% og Qashqai um heil 22,1%. Það er svo ekki fyrr en í sjötta sætinu sem finna má fólksbíl, en Toyota Camry seldist í 387.081 eintökum og minnkaði sala hans um 0,1% á milli ára. Í sjöunda sætinu kom svo enn einn jepplingurinn, en Honda CR-V seldist í 377.895 eintökum og jókst sala hans um 6,1%. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent
Vinsældir pallbíla í Bandaríkjunum ætlar engan endi að taka og sá allra vinsælasti þeirra, Ford F-150 mokaðist hreinlega út á síðasta ári. Hann seldist í hvorki fleiri né færri eintökum en 896.764 eingöngu í heimalandinu Bandaríkjunum. Árið í fyrra markar 41. árið í röð sem Ford F-150 er mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum. Sala bílsins jókst um 9,3% á milli ára. Næst mest selda bílgerðin í Bandaríkjunum á nýliðnu ári var einnig pallbíll, eða Chevrolet Silverado, en hann seldist í 585.864 eintökum og sala hans jókst um 1,9% á milli ára. Í þriðja sætinu var einnig pallbíll og kórónar það pallbílaæði Bandaríkjamanna, en Ram Trucks seldust í 500.723 eintökum í fyrra. Jókst sala þeirra um 2,0% frá fyrra ári. Það eru svo tveir jepplingar sem sitja í næstu tveimur sætum, en Toyota RAV4 seldist í 407.549 eintökum og Nissan Qashqai í 403.465. Sala RAV4 jókst um 16,1% og Qashqai um heil 22,1%. Það er svo ekki fyrr en í sjötta sætinu sem finna má fólksbíl, en Toyota Camry seldist í 387.081 eintökum og minnkaði sala hans um 0,1% á milli ára. Í sjöunda sætinu kom svo enn einn jepplingurinn, en Honda CR-V seldist í 377.895 eintökum og jókst sala hans um 6,1%.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent