Nýársspá Siggu Kling - Tvíburinn: Í ástinni bjóðast tækifæri af ýmsum toga 5. janúar 2018 09:00 Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið að missa jafnvægið og heilinn þinn er algjörlega að springa úr alls konar hugsunum, það er svo mikilvægt fyrir þig að gera ekki of miklar væntingar til alls því þegar þér finnst útkoman ekki þér í vil er allt svo ömurlegt. Þetta hefur kennt mér mikið og er akkúrat sérstök setning til þín fyrir næstu þrjá mánuði. Um leið og þú sleppir hræðslunni um að útkoman verði þér ekki í hag þá sérðu lífið í litum regnbogans. Þegar vorið fer að nálgast verður þú eins og aðalrakettan, lýsir upp himininn og fólk fyllist aðdáun. Þú ert að fara inn á svo brjálæðislega draumórakennt og spennt ár þegar líða tekur á það, þótt þú sjáir það alls ekki núna, einfaldlega vegna þess að það er ekki sýnilegt. Í ástamálunum er trúlegt að þú sért efins um að þú sért á réttri leið eða að takmarkinu sé náð, þetta á sérstaklega við þá sem eru á lausu og suma sem eru í andlegri lægð vegna undanfarinna mánaða. Stundum veistu ekki hvort þú ert ástfanginn því að þú, sem ert svo ótrúlega skemmtileg persóna, fyllist oft kvíða, það á sérstaklega við ef þú ert ungur. Það er svo skrýtið að okkar frægustu grínistar hafa glímt við mikið þunglyndi og kvíða en akkúrat í þeirri líðan eru það húmorinn og sköpunargleðin sem einkenna. Um leið og þú getur gert grín að og hlegið að vandamálunum þá fara þau. Mesti heilunarmáttur sem er til er nefnilega hláturinn og grínið, ef ég hefði ekki húmor fyrir lífinu myndi ég ekki æskja þess að lifa því. Seinnipart vors og frameftir því leikur þú við hvern þinn fingur því þú finnur að áhrif þín á lífið, tilveruna og annað fólk færa þér óskir þínar á silfurfati. Það er mjög trúlegt að þú munir skipta um heimili, eignast kannski bara annað heimili, fara í betri vinnu, verkefni eða skóla því það verður óþrjótandi hvað mun bjóðast þér eftir að vorið gengur í garð, sumarið og langt fram á veturinn. Þetta tímabil sem hefst í enda apríl og heldur áfram fram á mitt næsta ár mun hafa áhrif á líf þitt næstu sjö árin – hversu dásamlegt er það? Í ástinni bjóðast tækifæri af ýmsum toga, en ef þú ert í sambandi skaltu svo sannarlega skoða kosti þeirrar persónu sem er svo heppin að vera með þér, hvort sú manneskja sé sannarlega hin rétta. Einnar nætur gaman mun aldrei gefa þér neitt, nema bara það að þú munt steingleyma því eins og hverju öðru kaffiboði. Þú þarft svo sannarlega á því að halda að það sé litið upp til þín og að þú fáir aðdáun til þess að þú sért hitaður upp í það að gefa þig allan í ástinni.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Setningin þín er: Brostu við öllu, þá brosir allt við þér – Ef þú smælar framan í heiminn (Megas). Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið að missa jafnvægið og heilinn þinn er algjörlega að springa úr alls konar hugsunum, það er svo mikilvægt fyrir þig að gera ekki of miklar væntingar til alls því þegar þér finnst útkoman ekki þér í vil er allt svo ömurlegt. Þetta hefur kennt mér mikið og er akkúrat sérstök setning til þín fyrir næstu þrjá mánuði. Um leið og þú sleppir hræðslunni um að útkoman verði þér ekki í hag þá sérðu lífið í litum regnbogans. Þegar vorið fer að nálgast verður þú eins og aðalrakettan, lýsir upp himininn og fólk fyllist aðdáun. Þú ert að fara inn á svo brjálæðislega draumórakennt og spennt ár þegar líða tekur á það, þótt þú sjáir það alls ekki núna, einfaldlega vegna þess að það er ekki sýnilegt. Í ástamálunum er trúlegt að þú sért efins um að þú sért á réttri leið eða að takmarkinu sé náð, þetta á sérstaklega við þá sem eru á lausu og suma sem eru í andlegri lægð vegna undanfarinna mánaða. Stundum veistu ekki hvort þú ert ástfanginn því að þú, sem ert svo ótrúlega skemmtileg persóna, fyllist oft kvíða, það á sérstaklega við ef þú ert ungur. Það er svo skrýtið að okkar frægustu grínistar hafa glímt við mikið þunglyndi og kvíða en akkúrat í þeirri líðan eru það húmorinn og sköpunargleðin sem einkenna. Um leið og þú getur gert grín að og hlegið að vandamálunum þá fara þau. Mesti heilunarmáttur sem er til er nefnilega hláturinn og grínið, ef ég hefði ekki húmor fyrir lífinu myndi ég ekki æskja þess að lifa því. Seinnipart vors og frameftir því leikur þú við hvern þinn fingur því þú finnur að áhrif þín á lífið, tilveruna og annað fólk færa þér óskir þínar á silfurfati. Það er mjög trúlegt að þú munir skipta um heimili, eignast kannski bara annað heimili, fara í betri vinnu, verkefni eða skóla því það verður óþrjótandi hvað mun bjóðast þér eftir að vorið gengur í garð, sumarið og langt fram á veturinn. Þetta tímabil sem hefst í enda apríl og heldur áfram fram á mitt næsta ár mun hafa áhrif á líf þitt næstu sjö árin – hversu dásamlegt er það? Í ástinni bjóðast tækifæri af ýmsum toga, en ef þú ert í sambandi skaltu svo sannarlega skoða kosti þeirrar persónu sem er svo heppin að vera með þér, hvort sú manneskja sé sannarlega hin rétta. Einnar nætur gaman mun aldrei gefa þér neitt, nema bara það að þú munt steingleyma því eins og hverju öðru kaffiboði. Þú þarft svo sannarlega á því að halda að það sé litið upp til þín og að þú fáir aðdáun til þess að þú sért hitaður upp í það að gefa þig allan í ástinni.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Setningin þín er: Brostu við öllu, þá brosir allt við þér – Ef þú smælar framan í heiminn (Megas).
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira