Mulletið að komast aftur í tísku Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 12:30 Sítt að aftan kemur alltaf aftur. Það kannast flestir við frasann: „business in the front, party in the back“ sem var gjarnan notaður um sítt að aftan – eða mullet-klippinguna sem var svo vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, bæði hjá konum og körlum. Á seinni árum hefur ekki mikið farið fyrir þeirri klippingu. En hárgreiðslukonan Jónína Ósk Jóhannsdóttir segir gömlu góðu mullet-klippinguna vera að komast aftur í tísku, þó í nýrri útgáfu. Jónína fór á stóran viðburð í London í október í fyrra þar sem nýjustu straumar og stefnur í hárgreiðsluheiminum voru kynntar til leiks. „Ég fann fyrir sterkum áhrifum mulletsins. En sú útgáfa þeirrar klippingar sem við fengum að sjá hér á árum áður kemur reyndar líklegast aldrei aftur. Það má svo sem deila um hvort þessi klipping hafi nokkurn tímann verið klæðileg,“ viðurkennir Jónína. „Ég myndi kalla nútíma-mulletið meira shag-greiðslu sem er eins konar blanda af 1970-rokkstíl og 1980-mulleti. En mullet getur líka verið í svo mörgum útgáfum, ýkt og svo meira látlaust. Mér finnst mulletið klárlega komið til að vera og vonast til þess að sjá fleiri slíkar klippingar úti á götu,“ segir Jónína sem er hrifin af klippingunni.Fékk hallærislegan stimpilHún segir sítt að aftan-greiðsluna vera eins konar yfirlýsingu. „Ef þú klippir á þig mullet þá ertu klárlega að taka ákvörðun um að skarta ákveðnum stíl. En mullet fékk á sig hallærislegan stimpil og fólk verður oft hrætt þegar maður stingur upp á því að klippa mullet. En góð útgeislun er oft nóg til að sannfæra náungann um að ákveðin klipping sé ekki hallærisleg. Jónína verður þess vör að fólk sé orðið óhræddara við að skarta óvenjulegum klippingum, óháð því hvað sé í tísku þessa stundina. „Fjölbreytileikinn fær að njóta sín mun meira. Tískan í dag er að vera þú sjálfur. Mér hefur alltaf þótt mullet vera svona ljótt/flott, það er bara eitthvað sem heillar mig við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Það kannast flestir við frasann: „business in the front, party in the back“ sem var gjarnan notaður um sítt að aftan – eða mullet-klippinguna sem var svo vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, bæði hjá konum og körlum. Á seinni árum hefur ekki mikið farið fyrir þeirri klippingu. En hárgreiðslukonan Jónína Ósk Jóhannsdóttir segir gömlu góðu mullet-klippinguna vera að komast aftur í tísku, þó í nýrri útgáfu. Jónína fór á stóran viðburð í London í október í fyrra þar sem nýjustu straumar og stefnur í hárgreiðsluheiminum voru kynntar til leiks. „Ég fann fyrir sterkum áhrifum mulletsins. En sú útgáfa þeirrar klippingar sem við fengum að sjá hér á árum áður kemur reyndar líklegast aldrei aftur. Það má svo sem deila um hvort þessi klipping hafi nokkurn tímann verið klæðileg,“ viðurkennir Jónína. „Ég myndi kalla nútíma-mulletið meira shag-greiðslu sem er eins konar blanda af 1970-rokkstíl og 1980-mulleti. En mullet getur líka verið í svo mörgum útgáfum, ýkt og svo meira látlaust. Mér finnst mulletið klárlega komið til að vera og vonast til þess að sjá fleiri slíkar klippingar úti á götu,“ segir Jónína sem er hrifin af klippingunni.Fékk hallærislegan stimpilHún segir sítt að aftan-greiðsluna vera eins konar yfirlýsingu. „Ef þú klippir á þig mullet þá ertu klárlega að taka ákvörðun um að skarta ákveðnum stíl. En mullet fékk á sig hallærislegan stimpil og fólk verður oft hrætt þegar maður stingur upp á því að klippa mullet. En góð útgeislun er oft nóg til að sannfæra náungann um að ákveðin klipping sé ekki hallærisleg. Jónína verður þess vör að fólk sé orðið óhræddara við að skarta óvenjulegum klippingum, óháð því hvað sé í tísku þessa stundina. „Fjölbreytileikinn fær að njóta sín mun meira. Tískan í dag er að vera þú sjálfur. Mér hefur alltaf þótt mullet vera svona ljótt/flott, það er bara eitthvað sem heillar mig við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira