Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 09:15 Gummi og Garðar munu aldrei komast að niðurstöðu um það hvor er betri, Messi eða Ronaldo, en vonir standa til að það spilli ekki samvinnunni. Vísir/Ernir Garðar Örn Arnarson og Guðmundur Benediktsson eru á leiðinni á flakk. Heilmikið flakk enda stendur mikið til. Upphitun fyrir HM í Rússlandi er framundan á Stöð 2 og ætla félagarnir að taka púlsinn á landsliðsmönnum Íslands erlendis, sækja þá heim og ræða við þá um stóru stundina sem framundan er. Alls verða þættirnar átta sem verða sýndir á Stöð 2. Garðar leikstýrir og Gummi spjallar við strákana. Þeir framleiða þættina saman. Gummi segir hugmyndina hafa komið svo til sjálfkrafa þegar strákarnir tryggðu sig inn á HM í haust. Að framleiða skemmtilegt efni tengt strákunum. „Úr varð að gera þáttaröð þar sem við förum víða og hittum leikmenn, samherja leikmanna, nokkra fyrrverandi heimsmeistara, þar sem við ætlum meðal annars að fá ráð: Hvernig maður verður heimsmeistari?“ segir Gummi. Þeir ætla því ekki aðeins að ræða við okkar menn og þjálfarana heldur fólk í kring sem hefur kynnst HM. „Sjá hvort við getum ekki lært eitthvað. Því við kunnum ekkert, við erum að fara í fyrsta skipti.“Garðar og Gummi unnu meðal annars saman við þættina 1á1. Í einum slíkum voru landsliðsstrákarnir reyndar fimm og rifjuðu upp 2-1 sigurinn á Englandi í Nice. Spennan virðist mikil hjá þjóðinni þótt enn séu fimm mánuðir í fyrsta leik, gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Okkar menn komu á óvart á EM og mætti kannski ætla að lið væru hætt að vanmeta okkar stráka og fallið verði mögulega hátt á HM. „Kannski héldum við það líka eftir EM, að þetta væri bara komið. En við erum einhvern veginn með svo magnað lið sem ég myndi aldrei treysta mér til þess að afskrifa það. Maður sér það á öllum viðtölum við strákana, að það er ákveðið æðruleysi. Þeir eru til að mynda að fara að mæta leikmanni sem mjög margir telja besta leikmann sögunnar. En leikmenn virðast almennt spenntari en kvíðnir,“ segir Gummi. „Við náðum náttúrlega 1-1 á móti þeim besta,“ skýtur Garðar inn í og á við jafnteflið gegn Cristiano Ronaldo í St. Etienne á EM 2016. „Ekki setja hann í sama flokk,“ segir Gummi. „Titlarnir tala sínu máli,“ svarar Garðar og fær „er það…“ frá Gumma.Heimildarmynd Garðars um Örlyg heitinn Sturluson vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Þrátt fyrir að vera ekki sammála í hinu eilífa deilumáli um gæði þeirra Messi og Ronaldo þá hafa þeir enga trú á öðru en að geta unnið vel saman. Það hafa þeir gert hingað til í Messunni, Teignum og viðtalsþáttunum Einn og einn. Auk þess hefur Garðar getið sér gott orð fyrir þættina Domino’s Körfuboltakvöld og Seinni bylgjuna þar sem hann ræður ferðinni. „Ég held að það verði mjög gaman að heimsækja strákana,“ segir Gummi sem er greinilega spenntur fyrir ferðalaginu framundan. „Þó við séum að fara að ræða háalvarlegt mál þá eru þetta miklir höfðingjar upp til hópa. Ég á ekki von á því að það verði annað en gaman hjá okkur, og fræðandi.“ Þættirnir verða átta talsins og munu sýningar hefjast í apríl.UppfærtÍ fyrri útgáfu stóð að þættirnir yrðu sýndir á sunnudagskvöldum. Sýningarkvöld hafa hins vegar ekki verið staðfest. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Garðar Örn Arnarson og Guðmundur Benediktsson eru á leiðinni á flakk. Heilmikið flakk enda stendur mikið til. Upphitun fyrir HM í Rússlandi er framundan á Stöð 2 og ætla félagarnir að taka púlsinn á landsliðsmönnum Íslands erlendis, sækja þá heim og ræða við þá um stóru stundina sem framundan er. Alls verða þættirnar átta sem verða sýndir á Stöð 2. Garðar leikstýrir og Gummi spjallar við strákana. Þeir framleiða þættina saman. Gummi segir hugmyndina hafa komið svo til sjálfkrafa þegar strákarnir tryggðu sig inn á HM í haust. Að framleiða skemmtilegt efni tengt strákunum. „Úr varð að gera þáttaröð þar sem við förum víða og hittum leikmenn, samherja leikmanna, nokkra fyrrverandi heimsmeistara, þar sem við ætlum meðal annars að fá ráð: Hvernig maður verður heimsmeistari?“ segir Gummi. Þeir ætla því ekki aðeins að ræða við okkar menn og þjálfarana heldur fólk í kring sem hefur kynnst HM. „Sjá hvort við getum ekki lært eitthvað. Því við kunnum ekkert, við erum að fara í fyrsta skipti.“Garðar og Gummi unnu meðal annars saman við þættina 1á1. Í einum slíkum voru landsliðsstrákarnir reyndar fimm og rifjuðu upp 2-1 sigurinn á Englandi í Nice. Spennan virðist mikil hjá þjóðinni þótt enn séu fimm mánuðir í fyrsta leik, gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Okkar menn komu á óvart á EM og mætti kannski ætla að lið væru hætt að vanmeta okkar stráka og fallið verði mögulega hátt á HM. „Kannski héldum við það líka eftir EM, að þetta væri bara komið. En við erum einhvern veginn með svo magnað lið sem ég myndi aldrei treysta mér til þess að afskrifa það. Maður sér það á öllum viðtölum við strákana, að það er ákveðið æðruleysi. Þeir eru til að mynda að fara að mæta leikmanni sem mjög margir telja besta leikmann sögunnar. En leikmenn virðast almennt spenntari en kvíðnir,“ segir Gummi. „Við náðum náttúrlega 1-1 á móti þeim besta,“ skýtur Garðar inn í og á við jafnteflið gegn Cristiano Ronaldo í St. Etienne á EM 2016. „Ekki setja hann í sama flokk,“ segir Gummi. „Titlarnir tala sínu máli,“ svarar Garðar og fær „er það…“ frá Gumma.Heimildarmynd Garðars um Örlyg heitinn Sturluson vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Þrátt fyrir að vera ekki sammála í hinu eilífa deilumáli um gæði þeirra Messi og Ronaldo þá hafa þeir enga trú á öðru en að geta unnið vel saman. Það hafa þeir gert hingað til í Messunni, Teignum og viðtalsþáttunum Einn og einn. Auk þess hefur Garðar getið sér gott orð fyrir þættina Domino’s Körfuboltakvöld og Seinni bylgjuna þar sem hann ræður ferðinni. „Ég held að það verði mjög gaman að heimsækja strákana,“ segir Gummi sem er greinilega spenntur fyrir ferðalaginu framundan. „Þó við séum að fara að ræða háalvarlegt mál þá eru þetta miklir höfðingjar upp til hópa. Ég á ekki von á því að það verði annað en gaman hjá okkur, og fræðandi.“ Þættirnir verða átta talsins og munu sýningar hefjast í apríl.UppfærtÍ fyrri útgáfu stóð að þættirnir yrðu sýndir á sunnudagskvöldum. Sýningarkvöld hafa hins vegar ekki verið staðfest.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira