Hélt að boð um að keppa á Ólympíuleikunum væri ruslpóstur 8. febrúar 2018 23:00 Caroline Park á fullri ferð. vísir/getty Kanadískur læknanemi er í íshokkíliði sameinaðrar Kóreu sem keppir á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang en minnstu munaði að hún hefði aldrei þegið boð um að komast í liðið. Caroline Park var einn af betri leikmönnum háskóladeildar kvenna í Bandaríkjunum en hún spilaði með Princeton þar sem hún gekk í skóla. Park er af kóresku bergi brotin en báðir foreldrar hennar eru frá Suður-Kóreu. Þau fluttust til Kanada áður en Park fæddist. Árið 2013 fékk Park tölvupóst þar sem henni var boðið að koma á æfingar með Kóreuliðinu en hún var fljót að henda póstinum í ruslmöppuna. „Ég hélt að þetta væri ruslpóstur (e. Spam). Mér datt ekki í hug að það væri einhver alvara á bakvið þetta. Það var ekki fyrr en síðar að ég heyrði af annarri stúlku sem spilar í Kanada var boðið og þá hugsaði ég nú að þetta gæti verið alvöru boð,“ segir Park í viðtali við BBC. Park þáði á endanum boðið og var fljót að vinna sér inn sæti í liðinu enda frábær leikmaður sem fékk mörg einstaklingsverðlaun á 102 leikja ferli sínum með Princeton Tigers í bandarísku háskóladeildinni. „Þetta verður frábær stund,“ segir Park sem hlakkar mikið til að spila með þessu sameinaða liði, en það er bara í íshokkí sem Kóreuþjóðirnar tvær leika saman. „Við erum tólf leikmenn sem erum orðnir samherjar og það hefur bara verið frábært að hitta þessar stelpur, heyra sögur þeirra og spila smá íshokkí með þeim,“ segir Caroline Park. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórslagur í Bítlabænum Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Kanadískur læknanemi er í íshokkíliði sameinaðrar Kóreu sem keppir á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang en minnstu munaði að hún hefði aldrei þegið boð um að komast í liðið. Caroline Park var einn af betri leikmönnum háskóladeildar kvenna í Bandaríkjunum en hún spilaði með Princeton þar sem hún gekk í skóla. Park er af kóresku bergi brotin en báðir foreldrar hennar eru frá Suður-Kóreu. Þau fluttust til Kanada áður en Park fæddist. Árið 2013 fékk Park tölvupóst þar sem henni var boðið að koma á æfingar með Kóreuliðinu en hún var fljót að henda póstinum í ruslmöppuna. „Ég hélt að þetta væri ruslpóstur (e. Spam). Mér datt ekki í hug að það væri einhver alvara á bakvið þetta. Það var ekki fyrr en síðar að ég heyrði af annarri stúlku sem spilar í Kanada var boðið og þá hugsaði ég nú að þetta gæti verið alvöru boð,“ segir Park í viðtali við BBC. Park þáði á endanum boðið og var fljót að vinna sér inn sæti í liðinu enda frábær leikmaður sem fékk mörg einstaklingsverðlaun á 102 leikja ferli sínum með Princeton Tigers í bandarísku háskóladeildinni. „Þetta verður frábær stund,“ segir Park sem hlakkar mikið til að spila með þessu sameinaða liði, en það er bara í íshokkí sem Kóreuþjóðirnar tvær leika saman. „Við erum tólf leikmenn sem erum orðnir samherjar og það hefur bara verið frábært að hitta þessar stelpur, heyra sögur þeirra og spila smá íshokkí með þeim,“ segir Caroline Park.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórslagur í Bítlabænum Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira