Brynjar Þór: Ætlum að sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 13:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. Mynd/S2Sport KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira