Stjórnspeki Snúlla og Montesquieu Þórlindur Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Í sumar eru liðin tuttugu og eitt ár frá því að hið skammlífa ungmennatímarit Hamhleypa gerði mjög óformlega könnun á þekkingu ungs fólks á grundvallaratriðum í íslenskri stjórnskipan. Rannsóknaraðferðin var mjög óformleg og ber því að taka áreiðanleika niðurstöðunnar með gríðarlegum fyrirvara; enda voru blaðamenn bæði ómenntaðir í vísindalegri aðferðafræði og óvandvirkir í vinnubrögðum, sérstaklega þegar þeir voru ölvaðir við störf sín en það var ekki óalgengt. Fjögur ungmenni voru valin af algjöru handahófi um hánótt í miðbæ Reykjavíkur og beðin um að útskýra þrískiptingu ríkisvaldsins. Þetta gekk misvel. Eftirminnilegast er svar ungs manns sem þverneitaði að gefa upp fullt nafn eða aldur, en kemur fram í blaðinu undir nafninu Snúlli. „Ríkisvaldið má fara til helvítis sama hvað það skiptir sér í margar einingar,“ var svar hans við spurningu næturinnar. Þeir sem sáu Snúlla þessa nótt myndu eflaust ekki láta það koma sér á óvart að hann ætti sitthvað vantalað við yfirvöld; þar sem hann arkaði leðurklæddur með hanakamb um miðborg Reykjavíkur í leit að vandræðum. Einn viðmælandi Hamhleypu hóstaði upp úr sér að rétta svarið væri löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Það er þó þannig að þótt Snúlli hafi hvorki sýnt áhuga eða vit á stjórnskipun landsins þá eru það einmitt menn eins og hann sem eiga hvað mest undir því að stjórnkerfið í landinu sé skipulagt þannig að sem allra minnstar líkur séu á því að ríkisvaldinu sé misbeitt. Og þótt ótrúlegt megi virðast í ljósi þeirrar umræðu sem yfirleitt fer hæst í fjölmiðlum þá stendur venjulegu fólki ekki mesta ógnin af spillingu kjörinna stjórnmálamanna—heldur af því ef kerfið hefur ekki taumhald á því valdi sem ókjörnum embættismönnum er falið. Íslendingar þekkja þetta vel frá fyrri öldum þar sem misvandaðir embættismenn skipaðir af fjarlægu yfirvaldi höfðu nánast ótakmörkuð tækifæri til þess að beita valdi sínu með rangindum eftir litlu öðru en eigin geðþótta.Ríkið og borgararnir Fyrir Snúlla virðist sem þetta ríkisvald sé allt einn og sami hrærigrauturinn; og þannig var það líklegast fyrir tíma lýðræðisins. Þeir sterku og valdamiklu stóðu saman—hvort sem þeir beittu valdi sínu til að setja reglur, framfylgja reglum eða refsa fyrir brot á þeim. Þegar fjölgaði í hópi þeirra velmegandi og velmenntaðra á Vesturlöndum fór það að verða óþolandi ástand að gamlar höfðingjaættir og kóngaslekti gæti beitt valdi sínu af geðþótta og án eftirlits. Upp úr þeim suðupotti þegar borgarar fóru að krefjast aukinna valda í formi lýðræðis urðu til ýmsar kenningar um hvernig heppilegast og réttlátast væri að haga samskiptum ríkisvaldsins við einstaklingana. Sá skilningur varð ofaná að allir einstaklingar ætt u rétt á vernd gagnvart ríkisvaldinu; og þróuðust af því hin borgaralegu mannréttindi sem nú orðið eru álitin svo sjálfsögð að fæstir nenna að verja þau þegar að þeim er sótt. Borgaralegum mannréttindum er meðal annars ætlað að tryggja að „helvítis“ ríkisvaldið geti ekki níðst á mönnum eins og Snúlla, jafnvel þótt hann sé ólíklegur til þess að eiga marga vini meðal æðstu embættismanna—og þótt hann kjósi sér lífsstíl sem ekki fellur fullkomlega að því sem hinir settlegu borgarar í valdastéttunum telja eðlilegan. En það þarf meira til en borgaraleg mannréttindi í orði kveðnu til þess að hafa taumhald á því mikla valdi sem ríkið hefur yfir almennum borgurum. Þegar stjórnspekingar átjándu aldar veltu fyrir sér hvernig best mætti tryggja að almenningi stæði ekki ógn af ríkisvaldinu þá datt þeim það snjallræði í hug að greina á milli þeirra valdastofnana sem setja lög, framfylgja lögum og skera úr um lagalegan ágreining. Og þannig er það líka á Íslandi. Í kennslubókum er þessi hugmynd eignuð Frakkanum Montesquieu.Sjálfdæmi dómara En stjórnvitringar 18. aldar gerðu sér einnig grein fyrir því að ganga þurfti lengra til þess að tryggja réttindi almennings. Það er mannlegur breyskleiki að spillast af völdum og til þess að sporna við þeirri tilhneigingu eru stjórnkerfi víðast hönnuð þannig að þótt ólíkar valdaeiginingar ríkisins hafi sjálfstæði í störfum þá lúta þær einnig eftirliti og njóta aðhalds frá hinum valdaeiningunum. Þetta er ástæða þess að hér á landi er löggjafarvaldið (Alþingi) kosið af fólkinu, framkvæmdavaldið (ráðherrar í ríkisstjórn) þarf stuðning löggjafarvaldsins og dómendur hafa verið skipaðir af ráðherrum til þess að skera úr um álitamál og lagadeilur, sem meðal annars geta beinst gegn aðgerðum framkvæmdavaldsins og lagasetningu Alþingis. Krafan sem nú virðist ríkjandi meðal dómara—að sitjandi dómarar hafi sjálfdæmi um það hverjum er hleypt inn í þeirra raðir—gengur því algjörlega í berhögg við það jafnvægi sem ríkja þarf svo óhætt sé að treysta breyskum mönnum fyrir því mikla valdi sem felst í því að fara með einn angann af „helvítis ríkisvaldinu“ sem Snúlla var svo mjög í nöp við. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Í sumar eru liðin tuttugu og eitt ár frá því að hið skammlífa ungmennatímarit Hamhleypa gerði mjög óformlega könnun á þekkingu ungs fólks á grundvallaratriðum í íslenskri stjórnskipan. Rannsóknaraðferðin var mjög óformleg og ber því að taka áreiðanleika niðurstöðunnar með gríðarlegum fyrirvara; enda voru blaðamenn bæði ómenntaðir í vísindalegri aðferðafræði og óvandvirkir í vinnubrögðum, sérstaklega þegar þeir voru ölvaðir við störf sín en það var ekki óalgengt. Fjögur ungmenni voru valin af algjöru handahófi um hánótt í miðbæ Reykjavíkur og beðin um að útskýra þrískiptingu ríkisvaldsins. Þetta gekk misvel. Eftirminnilegast er svar ungs manns sem þverneitaði að gefa upp fullt nafn eða aldur, en kemur fram í blaðinu undir nafninu Snúlli. „Ríkisvaldið má fara til helvítis sama hvað það skiptir sér í margar einingar,“ var svar hans við spurningu næturinnar. Þeir sem sáu Snúlla þessa nótt myndu eflaust ekki láta það koma sér á óvart að hann ætti sitthvað vantalað við yfirvöld; þar sem hann arkaði leðurklæddur með hanakamb um miðborg Reykjavíkur í leit að vandræðum. Einn viðmælandi Hamhleypu hóstaði upp úr sér að rétta svarið væri löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Það er þó þannig að þótt Snúlli hafi hvorki sýnt áhuga eða vit á stjórnskipun landsins þá eru það einmitt menn eins og hann sem eiga hvað mest undir því að stjórnkerfið í landinu sé skipulagt þannig að sem allra minnstar líkur séu á því að ríkisvaldinu sé misbeitt. Og þótt ótrúlegt megi virðast í ljósi þeirrar umræðu sem yfirleitt fer hæst í fjölmiðlum þá stendur venjulegu fólki ekki mesta ógnin af spillingu kjörinna stjórnmálamanna—heldur af því ef kerfið hefur ekki taumhald á því valdi sem ókjörnum embættismönnum er falið. Íslendingar þekkja þetta vel frá fyrri öldum þar sem misvandaðir embættismenn skipaðir af fjarlægu yfirvaldi höfðu nánast ótakmörkuð tækifæri til þess að beita valdi sínu með rangindum eftir litlu öðru en eigin geðþótta.Ríkið og borgararnir Fyrir Snúlla virðist sem þetta ríkisvald sé allt einn og sami hrærigrauturinn; og þannig var það líklegast fyrir tíma lýðræðisins. Þeir sterku og valdamiklu stóðu saman—hvort sem þeir beittu valdi sínu til að setja reglur, framfylgja reglum eða refsa fyrir brot á þeim. Þegar fjölgaði í hópi þeirra velmegandi og velmenntaðra á Vesturlöndum fór það að verða óþolandi ástand að gamlar höfðingjaættir og kóngaslekti gæti beitt valdi sínu af geðþótta og án eftirlits. Upp úr þeim suðupotti þegar borgarar fóru að krefjast aukinna valda í formi lýðræðis urðu til ýmsar kenningar um hvernig heppilegast og réttlátast væri að haga samskiptum ríkisvaldsins við einstaklingana. Sá skilningur varð ofaná að allir einstaklingar ætt u rétt á vernd gagnvart ríkisvaldinu; og þróuðust af því hin borgaralegu mannréttindi sem nú orðið eru álitin svo sjálfsögð að fæstir nenna að verja þau þegar að þeim er sótt. Borgaralegum mannréttindum er meðal annars ætlað að tryggja að „helvítis“ ríkisvaldið geti ekki níðst á mönnum eins og Snúlla, jafnvel þótt hann sé ólíklegur til þess að eiga marga vini meðal æðstu embættismanna—og þótt hann kjósi sér lífsstíl sem ekki fellur fullkomlega að því sem hinir settlegu borgarar í valdastéttunum telja eðlilegan. En það þarf meira til en borgaraleg mannréttindi í orði kveðnu til þess að hafa taumhald á því mikla valdi sem ríkið hefur yfir almennum borgurum. Þegar stjórnspekingar átjándu aldar veltu fyrir sér hvernig best mætti tryggja að almenningi stæði ekki ógn af ríkisvaldinu þá datt þeim það snjallræði í hug að greina á milli þeirra valdastofnana sem setja lög, framfylgja lögum og skera úr um lagalegan ágreining. Og þannig er það líka á Íslandi. Í kennslubókum er þessi hugmynd eignuð Frakkanum Montesquieu.Sjálfdæmi dómara En stjórnvitringar 18. aldar gerðu sér einnig grein fyrir því að ganga þurfti lengra til þess að tryggja réttindi almennings. Það er mannlegur breyskleiki að spillast af völdum og til þess að sporna við þeirri tilhneigingu eru stjórnkerfi víðast hönnuð þannig að þótt ólíkar valdaeiginingar ríkisins hafi sjálfstæði í störfum þá lúta þær einnig eftirliti og njóta aðhalds frá hinum valdaeiningunum. Þetta er ástæða þess að hér á landi er löggjafarvaldið (Alþingi) kosið af fólkinu, framkvæmdavaldið (ráðherrar í ríkisstjórn) þarf stuðning löggjafarvaldsins og dómendur hafa verið skipaðir af ráðherrum til þess að skera úr um álitamál og lagadeilur, sem meðal annars geta beinst gegn aðgerðum framkvæmdavaldsins og lagasetningu Alþingis. Krafan sem nú virðist ríkjandi meðal dómara—að sitjandi dómarar hafi sjálfdæmi um það hverjum er hleypt inn í þeirra raðir—gengur því algjörlega í berhögg við það jafnvægi sem ríkja þarf svo óhætt sé að treysta breyskum mönnum fyrir því mikla valdi sem felst í því að fara með einn angann af „helvítis ríkisvaldinu“ sem Snúlla var svo mjög í nöp við. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun