Leonardo DiCaprio orðaður við nýja mynd Tarantino um Charles Manson Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 22:06 Leonardo DiCaprio hlaut óskarsverðlaun árið 2016 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant. Vísir/Getty Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leonardo CiCaprio mun fara með hlutverk í nýrri mynd leikstjórans Quention Tarantino ef marka má nýjustu fregnir vestanhafs. Myndin mun gerast í kringum morð Manson-fjölskyldunnar svokölluðu sem glæpamaðurinn Charles Manson skipulagði árið 1969.Samkvæmt Variety mun DiCaprio fara með hlutverk leikara sem búsettur er í Los Angeles og mun líf hans fléttast inn í atburðarásina í kringum morðin.Samkvæmt Vanity Fair mun myndin fjalla um sjónvarpsleikara sem vilji verða kvikmyndastjarna eftir að hafa slegið í gegn í einni þáttaröð. Þetta myndi vera níunda kvikmynd Tarantino og önnur myndin þar sem DiCaprio og Tarantino leiða hesta sína saman en DiCaprio fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Django Unchained sem Tarantino leikstýrði og kom út árið 2012. Tarantino er sagður vilja fá leikkonuna Margot Robbie í hlutverk leikkonunnar Sharon Tate sem Manson-fjölskyldan myrti á hrottafengin hátt. Þá eru Tom Cruise og Brad Pitt einnig orðaðir við myndina og á Tarantino að hafa skrifað hlutverk sérstaklega fyrir Al Pacino sem hefur enn ekki staðfest að hann muni taka þátt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd þann 9. ágúst árið 2019, þegar 50 ár eru liðin frá dauða Sharon Tate.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein