Sannie gekk áður undir listamannsnafninu Whigfield og sló í gegn árið 1994 með laginu Saturday Night. Lagið naut gríðarlegra vinsælda og varð Whigfield til að mynda fyrsti listamaðurinn til að ná toppsæti breska vinsældalistans með fyrstu smáskífu sinni.
Sannie gaf árið 2012 út sína fimmtu og síðustu plötu undir nafninu Whigfield og tók þá upp skírnarnafn sitt, Sannie, sem listamannsnafn.
Lag Sannie heitir „Boys on Girls“ en hún skrifaði það með þeim Domenico Canu og James Reeves. Sannir mun sjálf flytja lagið.
Danska ríkisútvarpið kynnti í morgun hvaða tíu lög munu keppa til úrslita í söngvakeppninn þann 20. febrúar næstkomandi.
Hér má sjá lista yfir lögin sem keppa í söngakeppninni en að neðan má svo hlýða á Saturday Night, frægasta lag Whigfield.