Bíó og sjónvarp

Óhugnaleg stikla úr kvikmyndinni um líkfundarmálið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingvar E. og Atli Rafn fara með hlutverk í myndinni.
Ingvar E. og Atli Rafn fara með hlutverk í myndinni.
Undir Halastjörnu verður frumsýnd 12. október en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon - aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth.

Framleiðendur kvikmyndarinnar frumsýna nýja stiklu úr kvikmyndinni á Vísi í dag og er hún vægast sagt drungaleg.

Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn.

Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa.

Leikstjóri: Ari Alexander Ergis Magnússon

Handritshöfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon

Meðframleiðendur: Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson

Aðalhlutverk: Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×