Marsspá Siggu Kling – Fiskurinn: Getur gert kröfur um það sem þú vilt 2. mars 2018 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo dásamlegur, fullur af lífi og fjöri, alltaf annaðhvort að byrja á einhverju nýju eða enda eitthvað gamalt, þvílíkt fjör! Þú ert að fara inn í veislutímabil og þessi gleði er líkt og barmafullt hlaðborð, þú þarft bara að láta fólkið þitt vita hvernig þú vilt hafa partýin þín; hvað er á „borðinu“, köku eða fiskihlaðborð? Tryllt rokk? Akkúrat núna verðurðu að vita 100% hvernig þitt þema og geim á að vera, hvar og með hverjum. Í byrjun mars er fullt tungl í Meyjarmerkinu sem táknar að hafa hlutina á hreinu og berjast fyrir þeim, stattu beinn í baki elskan mín og láttu bara rigna upp í nefið á þér og mundu það ert þú sem ert í samningsstöðu og þú getur gert kröfur um það sem þú vilt. Þú ert að fara á aflmesta tímabil sem árið 2018 gefur þér og setningin: Að hika er sama og tapa er tattóveruð á ennið á þér, aðrir sjá ekki bara þú hefur kraftinn í öll þessi verkefni, heldur sérð þú það líka. Styrkurinn þinn felst svo sannarlega í tjáningu því þú ert beintengdur við almættið, svo slepptu öllum milliliðum. Þú þarft að nýta þér tónlist, þína eigin fallegu rödd, orku og dásamleg orð, og taktu eftir að þú hefur marga persónulega aðdáendur sem gera hvað sem er fyrir þig og þeir vilja bara bera þig á bakinu áfram lífsveginn því það væri þeim bara heiður. Það er eitt merkilegt með þig, þú ert aldrei einsamall, enda ertu í Fiskamerkinu og þeir eru að minnsta kosti alltaf tveir saman. Það eina sem stoppar eða gæti tafið þig er minnimáttarkennd, sem er náttúrulega það að halda maður sé minni en aðrir í kring og eigin máttur sé lítill, sem er bara blekking. Þinn mánuður er að koma í fangið á þér og næstu vikur eru nákvæmlega þinn tími til að skína skært og þó auðvitað komi nokkrir dagar sem eru fúlir, er það bara eðlilegt og mannlegt. Ef við eigum að tala um ástina, þá annaðhvort er hún hjá þér eða ekki elskan mín og það er svo misjafnt hvað ÁST er fyrir þér en allavega er mjög mikil efling í vináttunni – þú ert að geisla í allar áttir og ef þú ert á lausu, hefur tíma fyrir ástina, þá hefur hún líka tíma fyrir þig! Skilaboðin þín eru: Gríptu Alheiminn – Satellite (Lena)Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo dásamlegur, fullur af lífi og fjöri, alltaf annaðhvort að byrja á einhverju nýju eða enda eitthvað gamalt, þvílíkt fjör! Þú ert að fara inn í veislutímabil og þessi gleði er líkt og barmafullt hlaðborð, þú þarft bara að láta fólkið þitt vita hvernig þú vilt hafa partýin þín; hvað er á „borðinu“, köku eða fiskihlaðborð? Tryllt rokk? Akkúrat núna verðurðu að vita 100% hvernig þitt þema og geim á að vera, hvar og með hverjum. Í byrjun mars er fullt tungl í Meyjarmerkinu sem táknar að hafa hlutina á hreinu og berjast fyrir þeim, stattu beinn í baki elskan mín og láttu bara rigna upp í nefið á þér og mundu það ert þú sem ert í samningsstöðu og þú getur gert kröfur um það sem þú vilt. Þú ert að fara á aflmesta tímabil sem árið 2018 gefur þér og setningin: Að hika er sama og tapa er tattóveruð á ennið á þér, aðrir sjá ekki bara þú hefur kraftinn í öll þessi verkefni, heldur sérð þú það líka. Styrkurinn þinn felst svo sannarlega í tjáningu því þú ert beintengdur við almættið, svo slepptu öllum milliliðum. Þú þarft að nýta þér tónlist, þína eigin fallegu rödd, orku og dásamleg orð, og taktu eftir að þú hefur marga persónulega aðdáendur sem gera hvað sem er fyrir þig og þeir vilja bara bera þig á bakinu áfram lífsveginn því það væri þeim bara heiður. Það er eitt merkilegt með þig, þú ert aldrei einsamall, enda ertu í Fiskamerkinu og þeir eru að minnsta kosti alltaf tveir saman. Það eina sem stoppar eða gæti tafið þig er minnimáttarkennd, sem er náttúrulega það að halda maður sé minni en aðrir í kring og eigin máttur sé lítill, sem er bara blekking. Þinn mánuður er að koma í fangið á þér og næstu vikur eru nákvæmlega þinn tími til að skína skært og þó auðvitað komi nokkrir dagar sem eru fúlir, er það bara eðlilegt og mannlegt. Ef við eigum að tala um ástina, þá annaðhvort er hún hjá þér eða ekki elskan mín og það er svo misjafnt hvað ÁST er fyrir þér en allavega er mjög mikil efling í vináttunni – þú ert að geisla í allar áttir og ef þú ert á lausu, hefur tíma fyrir ástina, þá hefur hún líka tíma fyrir þig! Skilaboðin þín eru: Gríptu Alheiminn – Satellite (Lena)Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira