Lífið

Krassandi tattú á baki landsliðsmanns kemur á óvart

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Ingi verður í eldlínunni á HM í Rússlandi í sumar.
Ólafur Ingi verður í eldlínunni á HM í Rússlandi í sumar.
Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason er kominn í Fylkisbúninginn á nýjan leik. Fylkismenn tilkynntu í dag að Ólafur ætli að klára tímabilið með Árbæjarliðinu þegar hann kemur heim af HM.

Ólafur Ingi er núna á fullu í undirbúningi með íslenska karlalandsliðinu fyrir HM í Rússlandi sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Samningur Ólafs Inga og Fylkis er út tímabilið 2019 en hann er 35 ára gamall síðan í apríl.

Ólafur Ingi er uppalinn í Fylki en spilaði síðast með félaginu sumarið 2003. Síðan þá hefur hann spilað sem atvinnumaður í Englandi, í Svíþjóð, í Danmörku, í Belgíu og svo síðustu árin í Tyrklandi.

Fylkismenn tilkynntu komu Ólafs á Facebook með frábæru og skemmtilegu myndbandi sem grínistinn Björn Bragi Arnarson leikstýrir en sjálfur er hann úr Árbænum og vinur Ólafs Inga.

Í myndbandinu kemur í ljós að Ólafur Ingi er með heldur óvanalegt húðflúr og stendur þar einfaldlega „FARÐU Í R***GAT“ og má fastlega gera ráð fyrir því að þar standi í raun „FARÐU Í RASSGAT“. 

Hér að neðan má sjá myndbandið skemmtilega þar sem Ólafur fer á kostum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.