Lífið

Odd­vita­á­skorunin: „Stór, mikill og ó­hræddur við að taka slaginn“

Samúel Karl Ólason skrifar
Halldór Arason hefur bæði búið í Paragvæ og í Kaupmannahöfn.
Halldór Arason hefur bæði búið í Paragvæ og í Kaupmannahöfn.
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 



Halldór Arason leiðir lista Pírata á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum.

Ég heiti Halldór Arason og er 36 ára gamall Akureyringur. Ég er vel giftur og eigum við hjónin þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Ég útskrifaðist árið 2012 frá HÍ með BA í uppeldis- og menntunarfræðum, en á sama tíma útskrifaðist konan mín frá Kaupmannahafnarháskóla með sálfræðigráðu. Undanfarin ár hef ég starfað í þjónustukjarna fyrir geðfatlaða, en áður hef ég starfað m.a. á nokkrum leikskólum, bæði hér heima og erlendis. 

Árið 2000 fór ég sem skiptinemi til Paraguay, og bjó ég þar í rúmt ár. Frá hausti 2008 til haust 2010 bjuggum við hjónin í Kaupmannahöfn, en þar fæddist eldri sonur okkar. 

Ég stundaði handbolta af miklum móð þegar ég var yngri, en lagði skóna endanlega á hilluna árið 2010 eftir tvö góð ár hjá IF Guðrún í Kaupmannahöfn. Undanfarin ár hef ég svo æft Brasilískt Jiu-Jitsu hér á Akureyri og er ég eins strípu blábeltingur.

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Eyjafjörðurinn í kvöldroðanum.

Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)

Ég myndi hvergi annarsstaðar vilja búa á Íslandi en á Akureyri. Ef ég ætti að velja mér annan stað til að búa á yrði Kaupmannahöfn fyrir valinu. Við hjónin bjuggum þar um tveggja ára skeið og líkaði mjög vel.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er fátt sem slær við lambalærisneiðum í raspi :)

Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?

Lasagne.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?

More than words með Extreme.

Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá?

Ég hef átt nokkur vandræðaleg augnablik í gegnum tíðina, en þau sem ég man hvað best eftir gerðust þegar ég var skiptinemi í Paraguay. Þau eru hinsvegar þess eðlis að það er best að láta þau óskrifuð.

Draumaferðalagið?

Ég, konan mín og börn í tveggja vikna ferð til Danmerkur.

Trúir þú á líf eftir dauðann? 

Nei.

Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?

Þeir hrekkir sem ég hef framkvæmt eða lent í eru vart prenthæfir.

Hundar eða kettir? 

Hundar.

Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?

Mrs. Doubtfire.

Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd?

Gerard Depardieu.

Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?

Ég er pottþétt Wildling. Stór, mikill og óhræddur við að taka slaginn.

Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? 

Já, of hraður akstur hjá Blönduós (hver hefur ekki lent í því).

Uppáhalds tónlistarmaður? 

Freddie Mercury.

Uppáhalds bókin?

Það eru nokkrar bækur sem ég hef haft það gaman af að lesa að ég hef lesið þær aftur. Sú bók sem þó hefur staðið uppúr hingað til er bókin American gods eftir Neil Gaiman.

Uppáhalds föstudagsdrykkur?

Guinness.

Uppáhalds þynnkumatur?

Steiktur fiskur með kartöflum.

Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? 

Í fríi verður að vera gott jafnvægi á milli strandarinnar og menningar.

Hefur þú pissað í sundlaug?

Ekki svo ég muni.

Hvaða lag kemur þér í gírinn? 

Starlit Eyes með Snot.

Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?

Já, ég myndi vilja fá skilti við kirkjutröppurnar þar sem stæði hversu margar þær eru.

Á að banna flugelda? 

Nei.

Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? 

Ég myndi segja Emil Hallfreðsson því báðir erum við örvfættir, hann hefur hinsvegar hæfileika í knattspyrnu en það er eitthvað sem ég hef ekki.

Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.