Bakkavör innkallar hundruð tonna af mat í Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2018 13:04 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira