Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Hefði ekki verið fljótara að segja allir út af?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Domino's Körfuboltakvöld var á sínum stað á föstudaginn og þar var farið yfir tíðar skiptingar hjá Pétri Ingvarssyni, þjálfara Blika.

Breiðablik tapaði gegn ÍR í sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sport á föstudagskvöldið en Breiðablik var lengi vel inni í leiknum.

„Hefði ekki verið fljótara að segja að allir út af og þið hinir inn á?“ grínaðist annar sérfræðingur þáttarins, Hermann Hauksson.

„Tilgangurinn með þessu er að hlaupa lið af vellinum. Að geta verið með marga ferska stráka og geta spilað vörn allan völlinn. Þá hefðu ÍR-ingar orðið þreyttir en þeir eru ekki að gera það þannig.“

Alla umræðuna um nýliðana má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×