Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 0-2 | Fjölnismenn spila í Inkasso að ári Þór Simon Hafþórsson á Extra-vellinum skrifar 23. september 2018 17:00 vísir/bára Fjölnir fékk Breiðablik í heimsókn í 21. umferð Pepsi deildar karla í dag. Breiðablik átti enn smávægilega möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna en Fjölnir varð hreinlega að næla í stig til þess að falla ekki úr deildinni. Leikurinn byrjaði ansi illa fyrir heimamenn í Grafarvoginum en Breiðablik komst snemma yfir eftir að Gísli Eyjólfsson þrumaði föstum bolta í átt að marki sem Þórður réð ekki við og staðan orðin 1-0. Oliver Sigurjónsson bætti við öðru marki fyrir Blika er hann skoraði beint úr aukaspyrnu á 39. mínútu. Hans annað mark beint úr aukaspyrnu í sumar en fyrra markið kom einnig gegn Fjölni með Þórð Ingason í markinu. Staðan 2-0 er flautað var til hlés og Fjölnir svaraði þeirri stöðu með því að gera tvöfalda breytingu í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikur liðsins náði sér þó aldrei á strik það sem eftir lifði leiks og seinni hálfleikur var afskaplega tíðindalítill. Að lokum flautaði dómarinn til leiksloka og 2-0 tap Fjölnis staðreynd. Það sem verra er fyrir Grafarvogsbúa er að á sama tíma gerði Fylkir 1-1 jafntefli gegn KR sem þýðir að Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu.Afhverju vann Breiðablik? Einfaldlega miklu betra lið. Það var himin og haf á milli liðanna í dag hvað varðaði sóknaruppbyggingu. Á meðan Breiðablik náði að bjóða upp á silki mjúkar sóknir þar sem boltinn gekk manna á milli áreynslulaust var Fjölnir að klikka á litlu einföldu atriðunum sem skipta svo miklu máli. Breiðablik þurfti varla að fara úr fyrsta gír í dag sem er býsna sorglegt því þeir voru að mæta liði sem átti að berjast eins og öskrandi ljón. Það var því miður ekki að sjá.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var afskaplega dapur. Meir að segja eftir að Birnir Snær kom inn á og blés lífi í hana hélt hún áfram að hökta og hiksta. Það var allt of mikið bil á milli miðju og sóknar sem gerði það að verkum að allar sendingar á framherja liðsins urðu að vera úrslita sendingar. Það er ekki líklegt til árángurs í 90 mínútur.Hverjir stóðu upp úr? Afskaplega erfitt að segja því þetta var svo áreynslulaust hjá Blikum. Myndi segja að Óliver, Gísli og Willum fái prikið í dag því þeir létu þetta tikka afskaplega vel á miðjunni í dag. Gekk eins og splúnkuný klukka.Hvað gerist næst? Breiðablik fær KA í heimsókn og geta með sigri unnið titilinn. Þeir þurfa hinsvegar að treysta á að fallbyssufóðrið sem heitir Keflavík vinni Val á Hlíðarenda. Það yrði þá þeirra fyrsti sigur í sumar. Bjartsýnustu menn alheimsins myndu kalla það ansi ólíklegt. Fjölnir heimsækir Flórídana völlinn í Árbænum í það sem átti að vera topp fallslagur en er þess í stað leikur sem skiptir engu máli. Því miður.Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki fyrir tímabiliðvísir/báraGústi Gylfa: Súrsætt að fella Fjölni „Miðað við úrsli dagsins þá erum við enn inn í mótinu að vinna titilinn og við fögnum því,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, en hann þjálfaði Fjölni í sex ár áður en hann tók við Blikum. Var það þ.a.l. ekki súrsætt að fella gamla liðið sitt? „Auðvitað súrsætt með Fjölnis liðið en þetta var í þeirra höndum. Fúlt fyrir þá að vinna ekki í dag en við höldum áfram. Förum í næsta leik með von um að vinna titilinn. Þetta lifir enn,“ sagði Ágúst en Breiðablik þarf að treysta á að botnlið og sigurlausa lið Keflavíkur sigri ríkjandi Íslandsmeistara á Hlíðarenda. „Keflavík mætir með fullt lið og taka kannski fyrsta sigurinn í sumar. Það væri óskandi.“Ólafur Páll og lærisveinar hans eru fallnirvísir/báraÓli Palli: Við mættum ekki klárir og það þýðir bara dauði „Þeir voru töluvert sterkari en við í fyrri hálfleik. Lélegt af okkur að mæta svona til leiks. Sérstaklega þegar svona mikið liggur við,“ sagði hundfúll Ólafur Páll, þjálfari Fjölnis, eftir 2-0 tap liðsins gegn Breiðablik í Pepsi deild karla í fótbolta í dag. Á meðan Fjölnir tapaði náði Fylkir í jafntefli gegn KR og það þýðir að lið Fjölnis er nú fallið úr Pepsi deild karla. „Þetta var upp á líf og dauða fyrir okkur. Ef við mætum ekki klárir þá þýðir það bara dauði. Sem virðist vera rauninn,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort hann ætlaði að vera áfram með liðið næsta sumar sagði hann ekki tímabært að hugsa um það. „Ég er ekkert að pæla í því. Ekki fjórum sekúndum eftir að við föllum.“Oliver: Þurfti að berjast fyrir að taka aukaspyrnuna Oliver Sigurjónsson, leikmaður Blika, var ánægður með sigurinn í dag og segir það ánægjulegt að liðið eigi enn möguleika á titlinum. „Það voru víst einhver úrslit sem voru hagstæð fyrir okkur. Við þurfum bara að klára leikinn á laugardag og vera ekkert að pæla í því,“ sagði Oliver en næsti leikur Blika er gegn KA á heimavelli en það er jafnframt síðasta umferð Pepsi deildarinnar. „Við vorum að mínu mati betri í fyrri hálfleik. Góð barátta og hrós á strákana fyrir það. Það hefði verið auðvelt að taka þessu rólega og láta vaða yfir okkur því þeir eru auðvitað að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Óliver sem skoraði annað mark Blika beint úr aukaspyrnu en hann hefur gert það áður í sumar. „Þetta var annað sinn í sumar og bæði skiptin gegn Fjölni því miður fyrir Dodda (Þórð Ingason) minn. Þurfti aðeins að berjast fyrir að taka aukaspyrnuna. Vonandi fæ ég að taka næstu,“ sagði Óliver en við hvaða samherja þurfti hann að rífast við? „Þurfti aðeins að rökræða við Gísla. Honum fannst ég ekki vera búinn að standa mig vel og það er alveg rétt hjá honum. Menn vilja skora og það er jákvætt. Við erum í þessu saman.“ Pepsi Max-deild karla
Fjölnir fékk Breiðablik í heimsókn í 21. umferð Pepsi deildar karla í dag. Breiðablik átti enn smávægilega möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna en Fjölnir varð hreinlega að næla í stig til þess að falla ekki úr deildinni. Leikurinn byrjaði ansi illa fyrir heimamenn í Grafarvoginum en Breiðablik komst snemma yfir eftir að Gísli Eyjólfsson þrumaði föstum bolta í átt að marki sem Þórður réð ekki við og staðan orðin 1-0. Oliver Sigurjónsson bætti við öðru marki fyrir Blika er hann skoraði beint úr aukaspyrnu á 39. mínútu. Hans annað mark beint úr aukaspyrnu í sumar en fyrra markið kom einnig gegn Fjölni með Þórð Ingason í markinu. Staðan 2-0 er flautað var til hlés og Fjölnir svaraði þeirri stöðu með því að gera tvöfalda breytingu í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikur liðsins náði sér þó aldrei á strik það sem eftir lifði leiks og seinni hálfleikur var afskaplega tíðindalítill. Að lokum flautaði dómarinn til leiksloka og 2-0 tap Fjölnis staðreynd. Það sem verra er fyrir Grafarvogsbúa er að á sama tíma gerði Fylkir 1-1 jafntefli gegn KR sem þýðir að Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu.Afhverju vann Breiðablik? Einfaldlega miklu betra lið. Það var himin og haf á milli liðanna í dag hvað varðaði sóknaruppbyggingu. Á meðan Breiðablik náði að bjóða upp á silki mjúkar sóknir þar sem boltinn gekk manna á milli áreynslulaust var Fjölnir að klikka á litlu einföldu atriðunum sem skipta svo miklu máli. Breiðablik þurfti varla að fara úr fyrsta gír í dag sem er býsna sorglegt því þeir voru að mæta liði sem átti að berjast eins og öskrandi ljón. Það var því miður ekki að sjá.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var afskaplega dapur. Meir að segja eftir að Birnir Snær kom inn á og blés lífi í hana hélt hún áfram að hökta og hiksta. Það var allt of mikið bil á milli miðju og sóknar sem gerði það að verkum að allar sendingar á framherja liðsins urðu að vera úrslita sendingar. Það er ekki líklegt til árángurs í 90 mínútur.Hverjir stóðu upp úr? Afskaplega erfitt að segja því þetta var svo áreynslulaust hjá Blikum. Myndi segja að Óliver, Gísli og Willum fái prikið í dag því þeir létu þetta tikka afskaplega vel á miðjunni í dag. Gekk eins og splúnkuný klukka.Hvað gerist næst? Breiðablik fær KA í heimsókn og geta með sigri unnið titilinn. Þeir þurfa hinsvegar að treysta á að fallbyssufóðrið sem heitir Keflavík vinni Val á Hlíðarenda. Það yrði þá þeirra fyrsti sigur í sumar. Bjartsýnustu menn alheimsins myndu kalla það ansi ólíklegt. Fjölnir heimsækir Flórídana völlinn í Árbænum í það sem átti að vera topp fallslagur en er þess í stað leikur sem skiptir engu máli. Því miður.Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki fyrir tímabiliðvísir/báraGústi Gylfa: Súrsætt að fella Fjölni „Miðað við úrsli dagsins þá erum við enn inn í mótinu að vinna titilinn og við fögnum því,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, en hann þjálfaði Fjölni í sex ár áður en hann tók við Blikum. Var það þ.a.l. ekki súrsætt að fella gamla liðið sitt? „Auðvitað súrsætt með Fjölnis liðið en þetta var í þeirra höndum. Fúlt fyrir þá að vinna ekki í dag en við höldum áfram. Förum í næsta leik með von um að vinna titilinn. Þetta lifir enn,“ sagði Ágúst en Breiðablik þarf að treysta á að botnlið og sigurlausa lið Keflavíkur sigri ríkjandi Íslandsmeistara á Hlíðarenda. „Keflavík mætir með fullt lið og taka kannski fyrsta sigurinn í sumar. Það væri óskandi.“Ólafur Páll og lærisveinar hans eru fallnirvísir/báraÓli Palli: Við mættum ekki klárir og það þýðir bara dauði „Þeir voru töluvert sterkari en við í fyrri hálfleik. Lélegt af okkur að mæta svona til leiks. Sérstaklega þegar svona mikið liggur við,“ sagði hundfúll Ólafur Páll, þjálfari Fjölnis, eftir 2-0 tap liðsins gegn Breiðablik í Pepsi deild karla í fótbolta í dag. Á meðan Fjölnir tapaði náði Fylkir í jafntefli gegn KR og það þýðir að lið Fjölnis er nú fallið úr Pepsi deild karla. „Þetta var upp á líf og dauða fyrir okkur. Ef við mætum ekki klárir þá þýðir það bara dauði. Sem virðist vera rauninn,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort hann ætlaði að vera áfram með liðið næsta sumar sagði hann ekki tímabært að hugsa um það. „Ég er ekkert að pæla í því. Ekki fjórum sekúndum eftir að við föllum.“Oliver: Þurfti að berjast fyrir að taka aukaspyrnuna Oliver Sigurjónsson, leikmaður Blika, var ánægður með sigurinn í dag og segir það ánægjulegt að liðið eigi enn möguleika á titlinum. „Það voru víst einhver úrslit sem voru hagstæð fyrir okkur. Við þurfum bara að klára leikinn á laugardag og vera ekkert að pæla í því,“ sagði Oliver en næsti leikur Blika er gegn KA á heimavelli en það er jafnframt síðasta umferð Pepsi deildarinnar. „Við vorum að mínu mati betri í fyrri hálfleik. Góð barátta og hrós á strákana fyrir það. Það hefði verið auðvelt að taka þessu rólega og láta vaða yfir okkur því þeir eru auðvitað að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Óliver sem skoraði annað mark Blika beint úr aukaspyrnu en hann hefur gert það áður í sumar. „Þetta var annað sinn í sumar og bæði skiptin gegn Fjölni því miður fyrir Dodda (Þórð Ingason) minn. Þurfti aðeins að berjast fyrir að taka aukaspyrnuna. Vonandi fæ ég að taka næstu,“ sagði Óliver en við hvaða samherja þurfti hann að rífast við? „Þurfti aðeins að rökræða við Gísla. Honum fannst ég ekki vera búinn að standa mig vel og það er alveg rétt hjá honum. Menn vilja skora og það er jákvætt. Við erum í þessu saman.“