Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2018 08:00 Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18. MMA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18.
MMA Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram