Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2018 10:30 Brynja Nordquist vann hjá Flugleiðum og Icelandair. „Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn. Ég fór í erfitt inntökupróf að mér fannst og rúllaði því upp,“ segir flugfreyjan Brynja Nordquist sem hefur lagt hattinn á hilluna eftir 36 ár í starfi hjá Flugleiðum og Icelandair. „Þetta var þegar DC-10 vélin var í notkun en svo komu upp gallar í vélinni og því var öllum nýliðum sagt upp. Svo byrjaði ég aftur áramótin 84-85 svo þetta eru komin 36 ár.“Heldur þú að þú munir sakna þess að fljúga?„Nei ég held ekki. Ég er bara búin með þennan part í mínu lífi en ég veit að barnabarnið er leiður yfir því að geta ekki farið með ömmu í stopp.“ Brynja var þekkt módel þegar hún byrjaði að fljúga og segir hún að sumir hafi litið á starfið sem framlengingu á módelstarfinu enda huggulegar ungar stúlkur oft ráðnar.Eftir 36 ár í starfi er Brynja hætt.„Það var alveg þannig. Þú varst að sýna þig fyrir framan stóran hóp af fólki. Ég meina þetta voru 230-240 manns. Þú varst að horfa í augun á fólki og ég var þannig að ég gaf fólki athygli og ég tók alveg eftir því að ég fékk bros á móti. Þetta þótti á þeim tíma, að mér finnst, flott og stelpur voru að líta upp til þess að vera flugfreyjur. Auðvitað var ég alveg stolt af minni vinnu og hef alltaf verið.“ Brynja segir að flugfreyjustéttin sé mjög vel menntuð stétt. „Við erum með allskonar fólk. Við erum með lækna, við erum með hjúkrunarkonur, við erum með lögfræðinga, sálfræðinga og ég get endalaust talið upp,“ segir Brynja sem hefði mátt vera tveimur árum lengur í starfi eða til 67 ára. „Ég bara nenni ekki og get ekki verið í þessum stoppum og ég er búin að fá nóg af New York. Þegar ég var yngri var ég endalaust að fara úr midtown og niður í downtown en ég dag kem ég bara út í mannþröngina og ég hugsa bara, ég get þetta ekki. Þetta er allt of mikið af fólki fyrir mig. Ég er orðin þannig að ég get ekki of mikið af fólki.“Brynja elskaði að skemmta sér í New York en núna finnst henni of mikið af fólki í borginni.Hún segist hafa farið út á lífið í borginni á sínum tíma og skemmt sér með helstu stjörnum heims á skemmtistaðnum Studio 54. „Við hittum fullt af frægu fólki og bara eins og litlar vitlausar íslenskar stelpur þá fórum við í allskonar partý. Ég hitti til dæmir Norman Miller rithöfund og við fórum heim til hans. Ég hef aldrei séð annað eins bókasafn. Ég hitti Rod Stewart og Freddie Mercury. Ég hitti Mercury í London þegar við vorum í raun að vinna saman í Kengsington Market og þetta var áður en hann varð frægur og var bara að byrja að syngja,“ segir Brynja en stjörnurnar voru fleiri sem hún hékk með á ferðalögum sínum eins og Frank Sinatra. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fer Brynja yfir ferilinn, segir frá öllum glamúrnum, djamminu með Rod Stewart, Freddie Mercury og öllum hinum stjörnunum og hvernig flugið hefur breyst síðustu áratugina. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira