Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Bergþór Másson skrifar 22. júlí 2018 15:09 Herra Hnetusmjör og Joe Frazier saman á góðri stund. Vísir Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI. Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI.
Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira