Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 14:00 vísir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta, og Ásgeir Jónsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, voru sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi þar sem fyrsti þriðjungur Olís-deildar kvenna var gerður upp. Farið var yfir liðin frá neðsta sæti til þess efsta en í tveimur neðstu sætunum sitja Stjarnan og Selfoss sem var spáð fimmta og sjötta sæti fyrir tímabilið. Stjörnuliðið kom mikið breytt til leiks undir stjórn nýs þjálfara en það hefur aðeins unnið einn leik til þessa. Sumir leikir hafa verið alveg skelfilegir en ágætis frammistaða hefur sést inn á milli. „Þetta hefur ekki verið gott en svo hefur liðið sýnt að það getur spilað vel eins og á móti ÍBV, Selfossi og Val. Þær geta þetta alveg en þær þurfa að gera meiri kröfur til sín. Það er bara rugl fyrir svona reynslumikið lið að tapa fimmtán boltum í leik,“ segir Ásgeir Jónsson. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægri skytta Stjörnunnar, hefur verið ljósið í myrkrinu í Garðabænum en hún er að spila mjög vel. „Mér finnst allt annað að sjá hana á æfingum og í leikjum. Hún er að taka miklu fleiri og betri skot. Hún er í topp formi og ég er ánægð með að sjá hana halda áfram og vonandi þróast hún áfram,“ segir Þorgerður Anna.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur tvívegis orðið markadrottning Olís-deildarinnar.vísir/ernirSelfyssingar ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið enda búið að endurheimta markavélina Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur eftir meiðsli. Selfoss vann ekki leik í fyrstu sjö umferðunum en lagði svo Íslands- og bikarmeistara Fram í áttundu umferðinni. „Hrafnhildur var ekki með á síðasta tímabili og þá þjappaði liðið sér saman og náði í nokkra góða sigra. En nú er hún komin til baka og þetta er besti leikmaður liðsins,“ segir Þorgerður. „Kannski eru væntingarnar til hennar of miklar og beðið of mikið eftir því að hún taki frumkvæðið og klári leikina. Þær þurfa bara að þjappa sig saman og gera þetta saman ekki treysta bara á einn eða tvo einstaklinga.“ Ásgeir vill sjá meira frá öðrum leikmönnum liðsins en ekki að þetta sé bara tveggja manna sóknarleikur Hrafnhildar Hönnu og Perlu Ruthar Albertsdóttur, línumanns. „Sóknarleikurinn byggir eðlilega rosalega mikið á leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Perlu Ruth. Leikmenn eins og Ída, Hulda, Kristrún og Harpa eru ekki að gera nóg og Selfoss verður að fá meira framlag frá fleiri leikmönnum. Sóknarleikurinn má ekki bara ganga út á það að Hrafnhildur skjóti eða sendi á Perlu,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um Stjörnuna og Selfoss má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30