Pantaði beint flug frá Los Angeles til London fyrir þennan sérstaka bangsa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2018 17:48 Bangsinn er í aðalhlutverki í myndbandinu við lagið Lost. Skjáskot/Youtube Myndbandið við lagið Lost sem Jón Jónsson gaf út á dögunum hefur vakið mikla athygli. Margir hafa velt fyrir sér sögunni á bak við bangsann í myndbandinu og segir Jakob Þórhallsson leikstjóri myndbandsins að það hafi ekki verið auðvelt að velja rétta bangsann. Hann segir jafnframt að þetta sé eitt af skemmtilegri myndböndum sem hann hafi gert. „Ég hlustaði á lagið örugglega 50 sinnum og reyndi að finna hagkvæma hugmynd sem væri hægt að framkvæma á stuttum tíma. Þetta var fyrir um það bil tveimur til þremur vikum, þegar lagið var að koma út. Ég, Lundúnarbúi, hugsa með mér að ég þurfi að búa til myndband án Jóns, en ég vil samt hafa Jón í því. Bara ekki Jón Jónsson. Finnst Jón svo lítið bangsalegur. Ég ákvað því að prófa að finna bangsa á netinu sem leit kannski út eins og Jón,“ segir Jakob. Hann byrjaði að skoða bangsa á netinu og leitaði í nokkra daga þangað til hann fann þann eina rétta. „Hann var fullkominn. Ég starði örugglega á bangsann í 30 mín því hann var svo flottur. Hélt ég myndi aldrei vera svona spenntur yfir bangsa. Ég pantaði beint flug frá Los Angeles til London fyrir þennan sérstaka bangsa sem er númer 474 af 1000 sinna tegundar. Við pöntuðum síðan breskan bangsa frá sama fyrirtæki sem var eini bangsinn sem var til í London af sinni tegund. Það var bangsinn með sólhlífinni. Um leið og bangsarnir, kvikmyndatökuvélin og allt var tilbúið fórum við út og skutum í fjóra daga.“ Jakob segir að hann hafi aldrei skotið jafn mikið efni fyrir eitt tónlistarmyndband. Það gekk á ýmsu á meðan tökunum stóð, stormur setti strik í reikninginn og svo skemmdist myndavélin vegna kulda og þurfti að taka aftur upp hluta af „Það var ótrúlegt að skjóta út á götunni með bangsana og sjá viðbrögð fólks. Það var eins og allir vildu vita söguna af þessum bangsa.“Myndbandið við Lost má sjá í spilaranum hér að neðan. Jón Jónsson er höfundur bæði lagsins og textans en Pálmi Ragnar Ásgeirsson stjórnaði upptökum. Myndbandið er unnið af tvíburabræðrum Jakobi og Jónasi Þórhallsonum og Patricia García Buenaventura. Tónlist Tengdar fréttir Jón Jónsson „týndur“ í nýju lagi Tónlistamaðurinn Jón Jónsson mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í gær og frumflutti þar nýtt lag. 23. febrúar 2018 10:30 Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. 19. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Myndbandið við lagið Lost sem Jón Jónsson gaf út á dögunum hefur vakið mikla athygli. Margir hafa velt fyrir sér sögunni á bak við bangsann í myndbandinu og segir Jakob Þórhallsson leikstjóri myndbandsins að það hafi ekki verið auðvelt að velja rétta bangsann. Hann segir jafnframt að þetta sé eitt af skemmtilegri myndböndum sem hann hafi gert. „Ég hlustaði á lagið örugglega 50 sinnum og reyndi að finna hagkvæma hugmynd sem væri hægt að framkvæma á stuttum tíma. Þetta var fyrir um það bil tveimur til þremur vikum, þegar lagið var að koma út. Ég, Lundúnarbúi, hugsa með mér að ég þurfi að búa til myndband án Jóns, en ég vil samt hafa Jón í því. Bara ekki Jón Jónsson. Finnst Jón svo lítið bangsalegur. Ég ákvað því að prófa að finna bangsa á netinu sem leit kannski út eins og Jón,“ segir Jakob. Hann byrjaði að skoða bangsa á netinu og leitaði í nokkra daga þangað til hann fann þann eina rétta. „Hann var fullkominn. Ég starði örugglega á bangsann í 30 mín því hann var svo flottur. Hélt ég myndi aldrei vera svona spenntur yfir bangsa. Ég pantaði beint flug frá Los Angeles til London fyrir þennan sérstaka bangsa sem er númer 474 af 1000 sinna tegundar. Við pöntuðum síðan breskan bangsa frá sama fyrirtæki sem var eini bangsinn sem var til í London af sinni tegund. Það var bangsinn með sólhlífinni. Um leið og bangsarnir, kvikmyndatökuvélin og allt var tilbúið fórum við út og skutum í fjóra daga.“ Jakob segir að hann hafi aldrei skotið jafn mikið efni fyrir eitt tónlistarmyndband. Það gekk á ýmsu á meðan tökunum stóð, stormur setti strik í reikninginn og svo skemmdist myndavélin vegna kulda og þurfti að taka aftur upp hluta af „Það var ótrúlegt að skjóta út á götunni með bangsana og sjá viðbrögð fólks. Það var eins og allir vildu vita söguna af þessum bangsa.“Myndbandið við Lost má sjá í spilaranum hér að neðan. Jón Jónsson er höfundur bæði lagsins og textans en Pálmi Ragnar Ásgeirsson stjórnaði upptökum. Myndbandið er unnið af tvíburabræðrum Jakobi og Jónasi Þórhallsonum og Patricia García Buenaventura.
Tónlist Tengdar fréttir Jón Jónsson „týndur“ í nýju lagi Tónlistamaðurinn Jón Jónsson mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í gær og frumflutti þar nýtt lag. 23. febrúar 2018 10:30 Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. 19. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Jón Jónsson „týndur“ í nýju lagi Tónlistamaðurinn Jón Jónsson mætti í viðtal til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í gær og frumflutti þar nýtt lag. 23. febrúar 2018 10:30
Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. 19. febrúar 2018 10:30