Tvær dramatískar endurkomur Selfyssinga á móti Haukunum í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:45 Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. vísir/stefán Haukar taka í kvöld á móti toppliði Selfoss í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en áttundu umferðinni lýkur með þessum leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.30. Selfossliðið vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en í þeim báðum voru Haukarnir yfir í hálfleik en Selfyssingar síðan sterkari á spennuþrungnum lokamínútum. Það var mikil spenna í leikjunum tveimur sem lofar góðu fyrir leik kvöldsins. Seinni bylgjan mun síðan fara yfir þennan leik sem og alla umferðina eftir leikinn. Í báðum leikjum í fyrra var dramatíkin allsráðandi í lokin og í þeim báðum skoruðu Selfyssingar sigurmörk. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið á Ásvöllum í október en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á Selfossi í febrúar. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, í fyrri leiknum á Ásvöllum en Selfossliðið vann seinni hálfleikinn 16-10 og þar með leikinn 24-23. Í seinni leiknum voru Haukarnir reyndar aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en voru enn þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Selfyssingar tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. Haukarnir ættu heldur betur að vera brenndir af þessum tveimur leikjum í fyrra þar sem þeir voru yfir stóran hlut leiksins en uppskáru engin stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í kvöld og hvort þeim takist að hefna fyrir hrakfarirnar í fyrra. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Selfyssingar snéru við þessum tveimur leikjum á móti Haukum í deildarkeppnini á síðasta tímabili.Lokamínúturnar á Selfossi 18. febrúar 2018Staðan er 25-22 fyrir Haukum egar rúmar fjórar mínútur eru eftir [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (24-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (25-25) [S] Elvar Örn Jónsson skorar sigurmark Selfoss (26-25) 4-0 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 26-25Súðustu 25 mínúturnar á Ásvöllum 22. október 2017Staðan er 16-10 fyrir Haukum þegar 25 mínútur eru eftir [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (11-16) [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (12-16) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (13-16) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (14-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (15-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (16-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (17-16) Hákon Daði Styrmisson skorar fyrir Hauka (17-17) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (18-17) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-18) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-19) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (19-19) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (19-20) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (20-20) Atli Már Báruson skorar fyrir Hauka (20-21) [S] Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfoss (21-21) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (22-21) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (22-22) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-22) Heimir Óli Heimisson skorar fyrir Hauka (23-23) [S] Alexander Már Egan skorar sigurmark Selfoss (24-23) 14-8 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 24-23 Olís-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Haukar taka í kvöld á móti toppliði Selfoss í stórleik kvöldsins í Olís deild karla í handbolta en áttundu umferðinni lýkur með þessum leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.30. Selfossliðið vann báða deildarleiki liðanna í fyrra en í þeim báðum voru Haukarnir yfir í hálfleik en Selfyssingar síðan sterkari á spennuþrungnum lokamínútum. Það var mikil spenna í leikjunum tveimur sem lofar góðu fyrir leik kvöldsins. Seinni bylgjan mun síðan fara yfir þennan leik sem og alla umferðina eftir leikinn. Í báðum leikjum í fyrra var dramatíkin allsráðandi í lokin og í þeim báðum skoruðu Selfyssingar sigurmörk. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið á Ásvöllum í október en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á Selfossi í febrúar. Haukar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, í fyrri leiknum á Ásvöllum en Selfossliðið vann seinni hálfleikinn 16-10 og þar með leikinn 24-23. Í seinni leiknum voru Haukarnir reyndar aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en voru enn þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Selfyssingar tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörkin. Haukarnir ættu heldur betur að vera brenndir af þessum tveimur leikjum í fyrra þar sem þeir voru yfir stóran hlut leiksins en uppskáru engin stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í kvöld og hvort þeim takist að hefna fyrir hrakfarirnar í fyrra. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Selfyssingar snéru við þessum tveimur leikjum á móti Haukum í deildarkeppnini á síðasta tímabili.Lokamínúturnar á Selfossi 18. febrúar 2018Staðan er 25-22 fyrir Haukum egar rúmar fjórar mínútur eru eftir [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (24-25) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (25-25) [S] Elvar Örn Jónsson skorar sigurmark Selfoss (26-25) 4-0 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 26-25Súðustu 25 mínúturnar á Ásvöllum 22. október 2017Staðan er 16-10 fyrir Haukum þegar 25 mínútur eru eftir [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (11-16) [S] Teitur Örn Einarsson skorar fyrir Selfoss (12-16) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (13-16) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (14-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (15-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (16-16) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (17-16) Hákon Daði Styrmisson skorar fyrir Hauka (17-17) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (18-17) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-18) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (18-19) [S] Hergeir Grímsson skorar fyrir Selfoss (19-19) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (19-20) [S] Elvar Örn Jónsson skorar fyrir Selfoss (20-20) Atli Már Báruson skorar fyrir Hauka (20-21) [S] Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfoss (21-21) [S] Alexander Már Egan skorar fyrir Selfoss (22-21) Daníel Þór Ingason skorar fyrir Hauka (22-22) [S] Haukur Þrastarson skorar fyrir Selfoss (23-22) Heimir Óli Heimisson skorar fyrir Hauka (23-23) [S] Alexander Már Egan skorar sigurmark Selfoss (24-23) 14-8 kafli hjá SelfossiSelfoss vinnur leikinn 24-23
Olís-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira