Butler hefur samt sem áður unnið sér inn sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á komandi vetrarólympíuleikum sem fara fram í Pyeongchang í Suður Kóreu í febrúar.
Fréttaritari Milwaukee Admirals náði því á myndband þegar Bobby Butler sagði föður sínum frá því að hann hefði unnið sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu.
Það er heyrist ekki hvað fer á milli feðganna en það má lesa afar mikið út úr líkamstjáningu þeirra og það fer ekkert á milli mála hversu stoltur pabbinn er af stráknum sínum.
Það var ekkert í spilunum að leikmaður eins og Bobby Butler væri á leiðinni á Ólympíuleikanna en allt breyttist eftir að leikmenn í bandarísku NHL-deildinni fengu ekki leyfi til að vera með á leikunum.
Það opnaði dyrnar fyrir lítt þekktari leikmenn eins og Bobby Butler sem í kjölfarið bauð upp á hjartnæm stund eins og þá sem sem náðist á þessu myndbandi hér fyrir neðan.