Eftir nokkrar tæknifrjóvganir varð hún ófrísk en elsti sonur hennar, Pétur Emanúel, fæddist andvana. Fjórum mánuðum síðar ákvað Valborg að reyna aftur og eftir langa bið fékk hún loksins þau gleðitíðindi að hún væri ófrísk.
Barnalánið fór fram úr hennar björtustu vonum þegar kom í ljós að hún gekk með þríbura. Brynjar Kári, Bergdís Kara og Bríet Karítas fæddust svo nokkrum mánuðum síðar, en systurnar eru eineggja. Valborgu tókst því óvænt að ná markmiði sínu, fjögurra barna móðir fyrir þrítugt.
Þrískipt barnakerra
Það getur verið erfitt að eiga þrjú lítil börn og hvað þá að vera einstæð. Fjallað var um Valborgu og börnin þrjú í þættinum Margra barna mæður á Stöð 2 í gærkvöldi.Hún er til að mynda með þrískipta barnakerru sem hún kemur ekki í gegnum hefðbunda hurð. Hún getur komið kerrunni fyrir inni í skotti bílsins, en getur aðeins tekið hana út í bílnum án aðstoðar. Til að koma henni fyrir aftur þarf hún aðstoð.
Sigrún fór með Valborgu í Bónus í verslunarferð og tekur hún alltaf börnin með í búðarferð. Þegar heim var komið þarf Valborg að ganga upp með vörurnar og börnin þrjú upp á þriðju hæð.
Það tekur um fimmtán mínútur fyrir Valborgu að komast upp í íbúð og er það heljarinnar verkefni eins og sjá má hér að neðan.