Vestramenn slógu þá úr Domino´s deildar lið Hauka en Vestra liðið er að gera mjög flotta hluti í 1. deildinni undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar þjálfara.
Vestri vann Hauka 87-83 en hvorugt liðið tefldi fram bandarískum leikmanni í leiknum. Nebojsa Knezevic (36 stig) og Nemanja Knezevic (17 stig, 23 fráköst) eru hinsvegsr í risastórum hlutverkum hjá Ísafjarðarliðinu.
Vestri er eina liðið utan Domino´s deildar karla sem er komið alla leið í átta liða úrslit Geysisbikarsins.
Jakinn TV tók upp leikinn og sendi út á netinu. Þar á bæ voru allir mjög sáttir með úrslitin og ákváðu að klippa saman myndband með öllum vörðu skotunum hjá leikmönnum Vestra í leiknum. Myndbandið skírðu þau að sjálfsögðu Blokkpartý og það má sjá hér fyrir neðan.