Hún var því í raun ekki á meðal keppenda í aðalkeppninni sem fram fór í Bangkok í Tælandi í nótt þar sem aðeins þær tuttugu efstu komu til greina sem Miss Universe. Þær voru valdar í nótt að undangenginni forkeppni á fimmtudagskvöld.
Í öðru sæti var Tamaryn Green frá Suður-Afríku og í því þriðja Sthefani Gutiérrez frá Venesúela.
Eins og vanalega var Steve Harvey kynnir kvöldsins en hann hefur áður vakið mikla athygli í Miss Universe og þá aðallega þegar hann kynnti til leiks rangan sigurvegara.
Harvey sér til að mynda um þann hluta keppninnar að spyrja þær tuttugu efstu spjörunum úr og þurfa þær allar að svara á sviðinu í beinni útsendingu. Hún var meðal annars spurð hver hennar skoðun væri á lögleiðingum kannabis.
Gray þótti standa sig best í keppninni allri og vann því að lokum stóra titilinn, að vera Miss Universe 2018. Hér að neðan má sjá allt það helsta frá frá Catriona Gray frá því í nótt.