Staða fíflagangsins Guðmundur Steingrímsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Í dag fara jólasveinarnir heim til sín. Þeir eru miklir grallaraspóar. Af persónulýsingum að dæma er ekki víst að þjóðfélagið myndi þola að hafa þessa menn hér mikið lengur en í nokkra daga á ári. Þetta er skellandi hurðum, nagandi kerti, gónandi á gluggann hjá manni, sleikjandi aska, þefandi í gættinni og stelandi kjöti. Þeir kunna augljóslega ekki að haga sér. Þrátt fyrir kröfur um meiri háttvísi í samfélaginu munu jólasveinarnir þó líklega alltaf vera samir við sig. Sögurnar af þeim, sem við segjum börnunum okkar, eru dásamlegur vitnisburður um það að sérhvert þjóðfélag hefur gott af því að eiga í menningu sinni krassandi sögur af ræningjum, ólíkindatólum og skapofsafólki.Spurning dagsins Visst magn fíflagangs er mikilvægt í tilverunni. Nýtt ár ber með sér áleitnar vangaveltur um stöðu hans. Eitt stærsta menningarlega viðfangsefni samtímans er nefnilega glíman við þessa spurningu: Hvað má maður? Hvað er leyfilegt? Flestir eiga ekki í miklum vandræðum með þessa marklínu frá degi til dags, í sinni rútínu, og komast stóráfallalaust í gegnum dagana án þess að lenda í of miklum útistöðum við fólk. Ástæða þess að spurningin er orðin svona stór er mjög ánægjuleg: Fólk, ekki síst konur, sem hefur mátt þola alls kyns ömurlega áreitni, gáttaþef og gluggagægjur um aldir hefur núna loksins náð í gegn með einfaldan boðskap: Virðið okkur. Hættið að niðurlægja okkur.Naflaskoðun Þetta hefur kallað á almenna naflaskoðun þar sem enginn er undanskilinn. Í naflaskoðuninni vill auðvitað enginn vera fáviti. Langflestir vilja vanda sig. Við upphaf nýs árs er full ástæða til að vera nokkuð bjartsýnn á það að menningin sé raunverulega að breytast til batnaðar og að fólk muni láta af alls kyns ósiðum í garð hvers annars, blessunarlega. Eitt er þó mögulegt áhyggjuefni út frá vangaveltum um stöðu fíflagangs: Við megum ekki drepa jólasveininn. Pólitískur rétttrúnaður má ekki festa of djúpar rætur, sem myndi lýsa sér í því að fólk fari að ritskoða sig um of og verði of hrætt við að fíflast. Þetta hefur gerst sums staðar í Bandaríkjunum þar sem grínistar eru hættir að koma fram í mörgum háskólum vegna ótta við lögsóknir og fordæmingar. Það er ekki það sem við viljum, held ég.Trumpuð tilvera En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Við finnum mörkin. Ég held líka að það verði alltaf kappnóg af vitleysisgangi þrátt fyrir allar siðbætur heimsins. Jólasveinninn lifir. Veröldin er í raun og veru fáránleg um þessar mundir út frá sjónarhóli háttsemisbyltingarinnar. Fólk er að reyna að haga sér. Að vera kurteist. Stunda nærgætni. Hlusta. Vera skilningsríkt. Á sama tíma er hinn svokallaði leiðtogi hins frjálsa heims að missa það á netinu á hverjum degi með fordæmalausum fúkyrðaflaumi. Hann er grípandi um klofið á kvenfólki og rífandi kjaft við þjóðir og manneskjur um allan heim. Á meðan við erum flest að keppast við að flokka rusl og skoða bæklinga um rafmagnsbíla, setja okkur samskiptareglur, brosa meira og erum almennt á blús yfir svifryki út af áramótasprengjum, þá er hann að stæra sig af því hvað hnappurinn hans til að sprengja kjarnorkusprengjur sé stór. Hvernig á maður að taka þessu? Kannski er hægt að líta á Donald Trump sem jólasvein. Er hann kannski einn af flippkisunum sem hverfur um síðir til fjalla? Trumpur. Það hljómar vel í góðum norðlenskum framburði. Sá eini sem er á Twitter. Ég vona það. Eða er Donald Trump kannski bara flugeldur? Púff. Smá svifryk og búið. Það væri enn betra. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í dag fara jólasveinarnir heim til sín. Þeir eru miklir grallaraspóar. Af persónulýsingum að dæma er ekki víst að þjóðfélagið myndi þola að hafa þessa menn hér mikið lengur en í nokkra daga á ári. Þetta er skellandi hurðum, nagandi kerti, gónandi á gluggann hjá manni, sleikjandi aska, þefandi í gættinni og stelandi kjöti. Þeir kunna augljóslega ekki að haga sér. Þrátt fyrir kröfur um meiri háttvísi í samfélaginu munu jólasveinarnir þó líklega alltaf vera samir við sig. Sögurnar af þeim, sem við segjum börnunum okkar, eru dásamlegur vitnisburður um það að sérhvert þjóðfélag hefur gott af því að eiga í menningu sinni krassandi sögur af ræningjum, ólíkindatólum og skapofsafólki.Spurning dagsins Visst magn fíflagangs er mikilvægt í tilverunni. Nýtt ár ber með sér áleitnar vangaveltur um stöðu hans. Eitt stærsta menningarlega viðfangsefni samtímans er nefnilega glíman við þessa spurningu: Hvað má maður? Hvað er leyfilegt? Flestir eiga ekki í miklum vandræðum með þessa marklínu frá degi til dags, í sinni rútínu, og komast stóráfallalaust í gegnum dagana án þess að lenda í of miklum útistöðum við fólk. Ástæða þess að spurningin er orðin svona stór er mjög ánægjuleg: Fólk, ekki síst konur, sem hefur mátt þola alls kyns ömurlega áreitni, gáttaþef og gluggagægjur um aldir hefur núna loksins náð í gegn með einfaldan boðskap: Virðið okkur. Hættið að niðurlægja okkur.Naflaskoðun Þetta hefur kallað á almenna naflaskoðun þar sem enginn er undanskilinn. Í naflaskoðuninni vill auðvitað enginn vera fáviti. Langflestir vilja vanda sig. Við upphaf nýs árs er full ástæða til að vera nokkuð bjartsýnn á það að menningin sé raunverulega að breytast til batnaðar og að fólk muni láta af alls kyns ósiðum í garð hvers annars, blessunarlega. Eitt er þó mögulegt áhyggjuefni út frá vangaveltum um stöðu fíflagangs: Við megum ekki drepa jólasveininn. Pólitískur rétttrúnaður má ekki festa of djúpar rætur, sem myndi lýsa sér í því að fólk fari að ritskoða sig um of og verði of hrætt við að fíflast. Þetta hefur gerst sums staðar í Bandaríkjunum þar sem grínistar eru hættir að koma fram í mörgum háskólum vegna ótta við lögsóknir og fordæmingar. Það er ekki það sem við viljum, held ég.Trumpuð tilvera En ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Við finnum mörkin. Ég held líka að það verði alltaf kappnóg af vitleysisgangi þrátt fyrir allar siðbætur heimsins. Jólasveinninn lifir. Veröldin er í raun og veru fáránleg um þessar mundir út frá sjónarhóli háttsemisbyltingarinnar. Fólk er að reyna að haga sér. Að vera kurteist. Stunda nærgætni. Hlusta. Vera skilningsríkt. Á sama tíma er hinn svokallaði leiðtogi hins frjálsa heims að missa það á netinu á hverjum degi með fordæmalausum fúkyrðaflaumi. Hann er grípandi um klofið á kvenfólki og rífandi kjaft við þjóðir og manneskjur um allan heim. Á meðan við erum flest að keppast við að flokka rusl og skoða bæklinga um rafmagnsbíla, setja okkur samskiptareglur, brosa meira og erum almennt á blús yfir svifryki út af áramótasprengjum, þá er hann að stæra sig af því hvað hnappurinn hans til að sprengja kjarnorkusprengjur sé stór. Hvernig á maður að taka þessu? Kannski er hægt að líta á Donald Trump sem jólasvein. Er hann kannski einn af flippkisunum sem hverfur um síðir til fjalla? Trumpur. Það hljómar vel í góðum norðlenskum framburði. Sá eini sem er á Twitter. Ég vona það. Eða er Donald Trump kannski bara flugeldur? Púff. Smá svifryk og búið. Það væri enn betra. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.