Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 14:15 Næturkonungurinn á góðri stund og í góðum gír. Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl.Eðli málsins samkvæmt vörum við við spennuspillum hér að neðan, sem snúa að næstu þáttaröð. Það er samt vert að taka fram að þetta snýr í raun ekki að söguþræði þáttaraðarinnar og ætti svo sem ekkert að skemma neitt fyrir neinum, þannig, fyrr en aðeins seinna þegar við dettum í smá vangaveltur.Ég vara við því aftur þegar þangað er komið. Hingað til hafa flestir gert ráð fyrir því að stærsta orrusta Game of Thrones og sjónvarpssögunnar, eins og forsvarsmenn þáttanna hafa haldið fram, muni gerast í síðustu þáttunum í síðustu þáttaröðinni. Svo virðist þó ekki vera. Það er búið að vera að byggja þessa orrustu upp allt frá árinu 2011. Eins og frægt er orðið tók það framleiðendur og leikara Game of Thrones tvo og hálfan mánuð að taka upp þessa stóru orrustu á milli hinna lifandi og þeirra dauðu og er það dýrasta orrusta sem nokkurn tímann hefur verið tekin upp fyrir sjónvarp. Orrusturnar í Game of Thrones, og þá sérstaklega Hardhome og Battle of the Bastards, hafa þó hingað til verið í kvikmyndagæðum og það er auðvelt að ímynda sér að þessi orrusta verði á allt öðru stigi en fyrri orrustur þáttanna.Ég er reyndar mögulega búinn að gera mig allt of spenntan fyrir þessu en ég vona ekki. Ég er búinn að finna mér besta sætið í „hype-lestinni“ og sit þar sem fastast þar til í sumar. Tjú-tjú!Hingað til hafa framleiðendur GOT verið duglegir við að hafa stærstu atriði þáttaraða í síðustu þáttunum en nú virðist vera breyting þar á. Samkvæmt Furdík verður þessi orrusta sýnd í þriðja þætti af sex. „Í þriðja hluta síðustu þáttaraðarinnar er orrusta sem framleiðendurnir vilja að verði sú stærsta í sjónvarpssögunni. Nánast allur þátturinn mun snúast um orrustuna og hann er um klukkutími að lengd,“ sagði Furdík, samkvæmt Mashable.Við þetta má bæta að samkvæmt Watchers on The Wall var það leikstjórinn Miguel Sapochnik sem leikstýrði þriðja þætti. Hann leikstýrði einmitt bæði Battle of the Bastards og Hardhome, auk annarra þátta.Nú förum við í smá vangaveltur um hvað þetta þýðir allt saman.Í stuttu máli sagt, þá hef ég ekki hugmynd. Í lengra máli sagt má gera ráð fyrir því að það verði mikið um að vera í fyrstu tveimur þáttunum þar sem það mun vera nauðsynlegt að byggja orrustuna upp og raða öllum persónunum upp. Þá lítur út fyrir að við munum fá heila þrjá þætti sem munu væntanlega fjalla um eftirmála orrustunnar. Ég hef alltaf verið smá stressaður fyrir því að þetta myndi allt saman enda með því að allir deyja og Hvítgenglarnir vinna. Þessar fréttir hafa hughreyst mig aðeins varðandi það því það er ólíklegt að það þurfi þrjá heila þætti til að sýna Næturkonunginn og félaga hans taka yfir. Mér þykir líklegt að þessir þrír þættir muni að miklu leyti snúast um framtíð Westeros. Það er að þeir sem lifa orrustuna af, hverjir sem það verða, muni þurfa að fara aftur suður og sparka í afturendann á Cersei Lannister og Fjallinu. #CleganeBowl. Gullna herdeildin verður þá kannski komin til Weteros svo það gæti reynst erfitt. Hver veit, kannski enda þau Jon og Daenerys saman í Kings Landing. Mér finnst það samt brjálæðislega hæpið. Þetta verður spennandi að sjá.Drekar takast á Annað. Í þessari orrustu munum við að öllum líkindum fá að sjá Næturkonunginn fljúga um á líki drekans Viserion. Daenerys og Drogon munu án efa berjast á móti þeim í háloftunum og hver veit nema Jon (AKA Aegon Targaryen, réttmætur konungur Westeros) stökkvi á bak Rhaegal, sem er einmitt skírður í höfuð föður hans, og hjálpi Dany og Drogon. Ástand Viserion liggur þó ekki almennilega fyrir. Er hann ódauður eða gerði Næturkonungurinn hann að einhverju öðru? Ef hann er ódauður ætti ekki að vera mikið mál að ganga frá honum með eldi en það er alls ekki víst. Ofan á það má bæta við að þegar Jaime lagði af stað til Winterfell í síðustu þáttaröð voru öll sverð söguheimsins úr Valyrian Steel á leiðinni norður eða þegar fyrir norðan. Brienne er með sverðið Oathkeeper, sem búið var til úr sverði Ned Stark, Ice. Hinn helmingur þess, Widow‘s Wail er á leiðinni norður með Jaime. Jon er með Longclaw, Samwell Tarly er með Heartsbane og Arya er með rýtinginn sem Littlefinger gaf Brann og Brann gaf Aryu. Ahhh. Það er svo frábært að Littlefinger sé dauður.Jon hefur þegar drepið tvo Hvítgengla með Longclaw og sverð úr Valyrian Steel eru þau einu sem duga gegn þeim. Þar að auki urðu Jon og félagar sér út um haug af hrafntinnu á Dragonstone. Það dugar líka á Hvítgenglana og er hægt að búa til örvar og ýmis vopn úr því, eins og við sáum í síðustu þáttaröð þegar þeir fóru norður til Grundarfjarðar til að verða sér út um uppvakning til að sýna Cersei.Hvernig sem þetta fer, þá er hægt að gera ráð fyrir því að stóra orrustan í þriðja þætti verði ekki síðasta orrustan í þáttunum. Það er þó jákvætt að það sé útlit fyrir að það verði nægur tími til að gera þeim persónum sem við höfum fylgst með í öll þessi ár góð skil. Það er þó ein spurning sem þarf nauðsynlega að svara og sem fyrst. Hvar í helvítinu fékk Næturkonungurinn keðjurnar?Áttunda þáttaröð Game of Thrones verður sýnd á Stöð 2, eins og áður. Við munum kafa nánar í það sem búið er að gerast, hvað er að fara að gerast og margt fleira. Game of Thrones Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl.Eðli málsins samkvæmt vörum við við spennuspillum hér að neðan, sem snúa að næstu þáttaröð. Það er samt vert að taka fram að þetta snýr í raun ekki að söguþræði þáttaraðarinnar og ætti svo sem ekkert að skemma neitt fyrir neinum, þannig, fyrr en aðeins seinna þegar við dettum í smá vangaveltur.Ég vara við því aftur þegar þangað er komið. Hingað til hafa flestir gert ráð fyrir því að stærsta orrusta Game of Thrones og sjónvarpssögunnar, eins og forsvarsmenn þáttanna hafa haldið fram, muni gerast í síðustu þáttunum í síðustu þáttaröðinni. Svo virðist þó ekki vera. Það er búið að vera að byggja þessa orrustu upp allt frá árinu 2011. Eins og frægt er orðið tók það framleiðendur og leikara Game of Thrones tvo og hálfan mánuð að taka upp þessa stóru orrustu á milli hinna lifandi og þeirra dauðu og er það dýrasta orrusta sem nokkurn tímann hefur verið tekin upp fyrir sjónvarp. Orrusturnar í Game of Thrones, og þá sérstaklega Hardhome og Battle of the Bastards, hafa þó hingað til verið í kvikmyndagæðum og það er auðvelt að ímynda sér að þessi orrusta verði á allt öðru stigi en fyrri orrustur þáttanna.Ég er reyndar mögulega búinn að gera mig allt of spenntan fyrir þessu en ég vona ekki. Ég er búinn að finna mér besta sætið í „hype-lestinni“ og sit þar sem fastast þar til í sumar. Tjú-tjú!Hingað til hafa framleiðendur GOT verið duglegir við að hafa stærstu atriði þáttaraða í síðustu þáttunum en nú virðist vera breyting þar á. Samkvæmt Furdík verður þessi orrusta sýnd í þriðja þætti af sex. „Í þriðja hluta síðustu þáttaraðarinnar er orrusta sem framleiðendurnir vilja að verði sú stærsta í sjónvarpssögunni. Nánast allur þátturinn mun snúast um orrustuna og hann er um klukkutími að lengd,“ sagði Furdík, samkvæmt Mashable.Við þetta má bæta að samkvæmt Watchers on The Wall var það leikstjórinn Miguel Sapochnik sem leikstýrði þriðja þætti. Hann leikstýrði einmitt bæði Battle of the Bastards og Hardhome, auk annarra þátta.Nú förum við í smá vangaveltur um hvað þetta þýðir allt saman.Í stuttu máli sagt, þá hef ég ekki hugmynd. Í lengra máli sagt má gera ráð fyrir því að það verði mikið um að vera í fyrstu tveimur þáttunum þar sem það mun vera nauðsynlegt að byggja orrustuna upp og raða öllum persónunum upp. Þá lítur út fyrir að við munum fá heila þrjá þætti sem munu væntanlega fjalla um eftirmála orrustunnar. Ég hef alltaf verið smá stressaður fyrir því að þetta myndi allt saman enda með því að allir deyja og Hvítgenglarnir vinna. Þessar fréttir hafa hughreyst mig aðeins varðandi það því það er ólíklegt að það þurfi þrjá heila þætti til að sýna Næturkonunginn og félaga hans taka yfir. Mér þykir líklegt að þessir þrír þættir muni að miklu leyti snúast um framtíð Westeros. Það er að þeir sem lifa orrustuna af, hverjir sem það verða, muni þurfa að fara aftur suður og sparka í afturendann á Cersei Lannister og Fjallinu. #CleganeBowl. Gullna herdeildin verður þá kannski komin til Weteros svo það gæti reynst erfitt. Hver veit, kannski enda þau Jon og Daenerys saman í Kings Landing. Mér finnst það samt brjálæðislega hæpið. Þetta verður spennandi að sjá.Drekar takast á Annað. Í þessari orrustu munum við að öllum líkindum fá að sjá Næturkonunginn fljúga um á líki drekans Viserion. Daenerys og Drogon munu án efa berjast á móti þeim í háloftunum og hver veit nema Jon (AKA Aegon Targaryen, réttmætur konungur Westeros) stökkvi á bak Rhaegal, sem er einmitt skírður í höfuð föður hans, og hjálpi Dany og Drogon. Ástand Viserion liggur þó ekki almennilega fyrir. Er hann ódauður eða gerði Næturkonungurinn hann að einhverju öðru? Ef hann er ódauður ætti ekki að vera mikið mál að ganga frá honum með eldi en það er alls ekki víst. Ofan á það má bæta við að þegar Jaime lagði af stað til Winterfell í síðustu þáttaröð voru öll sverð söguheimsins úr Valyrian Steel á leiðinni norður eða þegar fyrir norðan. Brienne er með sverðið Oathkeeper, sem búið var til úr sverði Ned Stark, Ice. Hinn helmingur þess, Widow‘s Wail er á leiðinni norður með Jaime. Jon er með Longclaw, Samwell Tarly er með Heartsbane og Arya er með rýtinginn sem Littlefinger gaf Brann og Brann gaf Aryu. Ahhh. Það er svo frábært að Littlefinger sé dauður.Jon hefur þegar drepið tvo Hvítgengla með Longclaw og sverð úr Valyrian Steel eru þau einu sem duga gegn þeim. Þar að auki urðu Jon og félagar sér út um haug af hrafntinnu á Dragonstone. Það dugar líka á Hvítgenglana og er hægt að búa til örvar og ýmis vopn úr því, eins og við sáum í síðustu þáttaröð þegar þeir fóru norður til Grundarfjarðar til að verða sér út um uppvakning til að sýna Cersei.Hvernig sem þetta fer, þá er hægt að gera ráð fyrir því að stóra orrustan í þriðja þætti verði ekki síðasta orrustan í þáttunum. Það er þó jákvætt að það sé útlit fyrir að það verði nægur tími til að gera þeim persónum sem við höfum fylgst með í öll þessi ár góð skil. Það er þó ein spurning sem þarf nauðsynlega að svara og sem fyrst. Hvar í helvítinu fékk Næturkonungurinn keðjurnar?Áttunda þáttaröð Game of Thrones verður sýnd á Stöð 2, eins og áður. Við munum kafa nánar í það sem búið er að gerast, hvað er að fara að gerast og margt fleira.
Game of Thrones Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira