Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:15 Simone Biles. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað. Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað.
Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Í beinni: Höttur - Haukar | Botnliðið með nýjan mann í brúnni Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Sjá meira