Þýska Playboy biðst afsökunar á viðtali þar sem goðsögn kallaði Tarantino drasl Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:51 Quentin Tarantino og Ennio Morricone á frumsýningu The Hateful Eight árið 2016. Vísir/EPA Þýska útgáfa tímaritsins Playboy hefur viðurkennt að hafa haft rangt eftir ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone í viðtali sem hefur vakið mikil umtal í vikunni. Í viðtalinu var haft eftir Morricone að leikstjórinn Quentin Tarantino væri afstyrmi og myndir hans væru drasl. Hinni níræði Morricone er löngu orðinn goðsögn fyrir tónlist sína í kvikmyndum. Hann hafði fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna áður enn hann vann þau loksins fyrir tónlist í kvikmyndinni Hateful Eight, en leikstjóri hennar var einmitt fyrrnefndur Quentin Tarantino. Myndin kom út árið 2016 en áður hafði Morricone hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Morricone neitaði að hafa kallað Tarantino afstyrmi og myndir hans drasl í viðtalinu við þýska Playboy og hótaði að höfða mál gegn blaðinu. Tímaritið stóð við viðtalið í fyrstu en í dag viðurkenndi ritstjórinn, Florian Boitin, að sum ummælin í viðtalinu væru röng.Ennio Morricone með Óskarinn sem hann hlaut fyrir tónlistina í The Hateful Eight.Vísir/EPAÍ yfirlýsingu sem Boitin sendi frá sér segir að sá sem tók viðtalið sé verktaki sem talinn var vandaður og að þau hefðu ekki haft neina ástæðu til að efast um vinnubrögð hans. Nýjustu upplýsingar bendi þó til þess að rangt hafi verið haft eftir Morricone. Blaðamaðurinn sem um ræðir er Marcel Anders en viðtalið var tekið í júní síðastliðnum á heimili Morricone í Róm. Viðtalið var birt í desember útgáfu tímaritsins. Ritstjórinn tók þó ekki fram hvað það var sem var ranglega haft eftir Morricone. Fyrir Hateful Eight hafði Morricone unnið með Tarantino að fjórum myndum, Django Unchained, Inglourius Basterds og Kill Bill-myndunum tveimur. Árið 2013 hét Morricone því að starfa aldrei aftur með Tarantino því honum fannst hann nota tónlist sína samhengislaust í kvikmyndum leikstjórans.Morricone sagði við ítalska fjölmiðla að Tarantino hefði beðið hann um að semja tónlist fyrir Inglourious Basterds en Morricone sagðist ekki vilja það því leikstjórinn hefði ekki gefið honum nægan tíma . Tarantino hefði því ákveðið að notast við tónlist sem Morricone samdi áður. Sagði Morricone að Tarantino setti tónlist í kvikmyndir sínar án þess að huga að samhengi og það væru slæm vinnubrögð. Spurður hvernig honum líkaði Django Unchained sagðist hann ekki hrifinn því myndin væri alltof blóðug.Tónlist Morricone í vestramyndum leikstjórans Sergio Leone, The Good The Bad and the Ugly og A Fistful of Dollars, þykir með hans bestu verkum sem má hlýða á hér fyrir neðan: Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þýska útgáfa tímaritsins Playboy hefur viðurkennt að hafa haft rangt eftir ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone í viðtali sem hefur vakið mikil umtal í vikunni. Í viðtalinu var haft eftir Morricone að leikstjórinn Quentin Tarantino væri afstyrmi og myndir hans væru drasl. Hinni níræði Morricone er löngu orðinn goðsögn fyrir tónlist sína í kvikmyndum. Hann hafði fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna áður enn hann vann þau loksins fyrir tónlist í kvikmyndinni Hateful Eight, en leikstjóri hennar var einmitt fyrrnefndur Quentin Tarantino. Myndin kom út árið 2016 en áður hafði Morricone hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Morricone neitaði að hafa kallað Tarantino afstyrmi og myndir hans drasl í viðtalinu við þýska Playboy og hótaði að höfða mál gegn blaðinu. Tímaritið stóð við viðtalið í fyrstu en í dag viðurkenndi ritstjórinn, Florian Boitin, að sum ummælin í viðtalinu væru röng.Ennio Morricone með Óskarinn sem hann hlaut fyrir tónlistina í The Hateful Eight.Vísir/EPAÍ yfirlýsingu sem Boitin sendi frá sér segir að sá sem tók viðtalið sé verktaki sem talinn var vandaður og að þau hefðu ekki haft neina ástæðu til að efast um vinnubrögð hans. Nýjustu upplýsingar bendi þó til þess að rangt hafi verið haft eftir Morricone. Blaðamaðurinn sem um ræðir er Marcel Anders en viðtalið var tekið í júní síðastliðnum á heimili Morricone í Róm. Viðtalið var birt í desember útgáfu tímaritsins. Ritstjórinn tók þó ekki fram hvað það var sem var ranglega haft eftir Morricone. Fyrir Hateful Eight hafði Morricone unnið með Tarantino að fjórum myndum, Django Unchained, Inglourius Basterds og Kill Bill-myndunum tveimur. Árið 2013 hét Morricone því að starfa aldrei aftur með Tarantino því honum fannst hann nota tónlist sína samhengislaust í kvikmyndum leikstjórans.Morricone sagði við ítalska fjölmiðla að Tarantino hefði beðið hann um að semja tónlist fyrir Inglourious Basterds en Morricone sagðist ekki vilja það því leikstjórinn hefði ekki gefið honum nægan tíma . Tarantino hefði því ákveðið að notast við tónlist sem Morricone samdi áður. Sagði Morricone að Tarantino setti tónlist í kvikmyndir sínar án þess að huga að samhengi og það væru slæm vinnubrögð. Spurður hvernig honum líkaði Django Unchained sagðist hann ekki hrifinn því myndin væri alltof blóðug.Tónlist Morricone í vestramyndum leikstjórans Sergio Leone, The Good The Bad and the Ugly og A Fistful of Dollars, þykir með hans bestu verkum sem má hlýða á hér fyrir neðan:
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira