Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2018 15:00 Í dag býr Sunna í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira