Handbolti

Seinni bylgjan: VAR frumsýnt á Ásvöllum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Myndbandsdómgæslan í notkun
Myndbandsdómgæslan í notkun S2 Sport
Stjórn HSÍ samþykkti á dögunum reglubreytingar um myndbandsdómgæslu og var hið svokallaða VAR notað í fyrsta skipti á Ásvöllum í gær.

Eitt atvik kom upp þar sem dómarar leiksins nýttu sér skjá og upptöku Stöðvar 2 Sport til þess að ákvarða hvort mark Einars Sverrisonar fyrir Selfoss fengi að standa.

Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þessar nýjungar í þætti gærkvöldsins og var Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi landsliðsþjálfari Japan, einn sérfræðinganna í settinu.

„Ég er alveg jákvæður fyrir þessu. En af því þetta er bundið við sjónvarpsleikinn og svona, það getur lið fallið á vitlausum dóm í síðustu umferðunum og sá leikur er ekki sýndur,“ sagði Dagur.

„Það er mikið undir hjá þeim liðum líka og líklegt að þeir leikir verði ekki sjónvarpsleikir vikunnar. Ég skil alveg ef þau lið eru svekkt.“

„En það er virðingarvert að hafa tekið af skarið og prófað þetta. En ég held við losnum samt ekki við tuðið, menn fara bara að tuða yfir hvað eigi að skoða.“

Umræðuna og þessa fyrstu frumraun VAR í handboltanum á Íslandi má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Frumraun VAR





Fleiri fréttir

Sjá meira


×