Körfubolti

93% af körfum Brynjars í síðustu sex leikjum eru þriggja stiga körfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. Vísir/Bára
Brynjar Þór Björnsson hefur nánast eingöngu skorað með þriggja stiga skotum í sex leikja sigurgöngu Tindastólsliðsins í Domino´s deild karla í körfubolta.

Af hverju að breyta einhverju sem vel gengur? Stólarnir eru á mikilli sigurgöngu í deildinni og þar hafa 38 þriggja stiga körfur Brynjars Þórs Björnssonar komið sér vel.

Allar fjórar körfur Brynjars í sigurleik í Keflavík í gær komu með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann skoraði reyndar úr fjórum vítaskotum en það voru fyrstu stig hans af vítalínunnni í fjórum leikjum.

Brynjar hefur alls skorað 41 körfu í sex leikja sigurgöngu Tindastóls frá og með 8. nóvember og 38 af þeim hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna.

Alls hafa 93% af síðustu 42 körfum Brynjars í Domino´s deildinni verið þriggja stiga körfur eða 39 af 42.

Brynjar hefur alls skorað 194 stig í 11 leikjum í Domino´s deildinni í vetur en 165 þeirra hafa komið úr þriggja stiga skotum eða 85 prósent stiga hans.

Skiptingin á milli tveggja og þriggja stiga karfa Brynjars í sigurgöngu Stólanna:

Í sigri á Grindavík: 4 af 4 fyrir utan þriggja (100%)

Í sigir á Stjörnunni: 5 af 6 fyrir utan þriggja (83%)

Í sigri á ÍR: 6 af 7 fyrir utan þriggja (86%)

Í sigri á Breiðabliki: 16 af 16 fyrir utan þriggja (100%)

Í sigri á Skallagrím: 3 af 4 fyrir utan þriggja (75%)

Í sigri á Keflavík: 4 af 4 fyrir utan þriggja (100%)

Samtals í síðustu sex leikjum: 38 af 41 fyrir utan þriggja (93%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×