Valdís Þóra: Vissi ég gæti verið ofarlega Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 11:15 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir var að vonum mjög sátt með árangurinn í Ástralíu um helgina og segir sitt golf vera á frábærum stað. Valdís varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún var í toppbaráttunni alla helgina og spilaði mjög stöðugt golf. „Mér leið mjög vel á þessum velli. Hann var mjög lúmskur og erfiður, en mjög skemmtilegur,“ sagði Valdís í samtali við íþróttadeild í morgun. „Mér leið vel með minn leik. Ég var að gera mjög vel og vissi að ég gæti verið ofarlega í þessu móti.“ Árangurinn, sem jafnaði besta árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni, skilaði henni upp um 44 sæti á peningalista mótaraðarinnar, í það sjötta. „Það er frábært. Það eru bara þrjú mót búin og ég er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur, missti af þessum eina niðurskurði með einu höggi,“ sagði Valdís. „Ég er mjög ánægð með mína vinnu sem ég og mínir þjálfarar höfum verið að setja inn og hún er að skila sér í spilamennskunni, sérstaklega síðustu tvær, þrjár vikur.“ Valdís vann sér inn þáttökurétt á móti á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi þar sem hún endaði í 57. sæti. Það er því stutt á milli stríða hjá henni og hún verður aftur í eldlínunni um komandi helgi þar sem hún tekur þátt á NSW Women Open mótinu, sem einnig er haldið í Ástralíu. „Það er alltaf markmiðið að sigra og gera sitt besta. Ég ætla bara að halda áfram að spila minn leik, hann er á góðum stað og allt í mínum leik er bara virkilega gott núna.“ „Við verðum bara að sjá hversu langt það skilar mér í næsta móti,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir var að vonum mjög sátt með árangurinn í Ástralíu um helgina og segir sitt golf vera á frábærum stað. Valdís varð þriðja á Ladies Classic Bonville mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún var í toppbaráttunni alla helgina og spilaði mjög stöðugt golf. „Mér leið mjög vel á þessum velli. Hann var mjög lúmskur og erfiður, en mjög skemmtilegur,“ sagði Valdís í samtali við íþróttadeild í morgun. „Mér leið vel með minn leik. Ég var að gera mjög vel og vissi að ég gæti verið ofarlega í þessu móti.“ Árangurinn, sem jafnaði besta árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni, skilaði henni upp um 44 sæti á peningalista mótaraðarinnar, í það sjötta. „Það er frábært. Það eru bara þrjú mót búin og ég er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur, missti af þessum eina niðurskurði með einu höggi,“ sagði Valdís. „Ég er mjög ánægð með mína vinnu sem ég og mínir þjálfarar höfum verið að setja inn og hún er að skila sér í spilamennskunni, sérstaklega síðustu tvær, þrjár vikur.“ Valdís vann sér inn þáttökurétt á móti á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi þar sem hún endaði í 57. sæti. Það er því stutt á milli stríða hjá henni og hún verður aftur í eldlínunni um komandi helgi þar sem hún tekur þátt á NSW Women Open mótinu, sem einnig er haldið í Ástralíu. „Það er alltaf markmiðið að sigra og gera sitt besta. Ég ætla bara að halda áfram að spila minn leik, hann er á góðum stað og allt í mínum leik er bara virkilega gott núna.“ „Við verðum bara að sjá hversu langt það skilar mér í næsta móti,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira