Lífið

Segir safakúra ekkert annað en gott Nígeríusvindl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Egill Einarsson er landsþekktur einkaþjálfari í Sporthúsinu.
Egill Einarsson er landsþekktur einkaþjálfari í Sporthúsinu. Vísir/GVA
„Ég hef séð alla kúra í heiminum, en af öllum þessum kúrum sem eru í gangi, þá er ekkert meiri hestasaur en safahreinsunin,“ segir einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson í þættinum Brennslan á FM957. Þar ræddi hann við Hjörvar Hafliðason og Ríkarð Óskar Guðnason og meðal annars um safakúra. Rikki G tók safakúr í vikunni og léttist við það um 3,8 kíló.

„Þessi safakúr er góður fyrir einn, það er fyrir budduna á mönnum sem er að selja Rikka þetta. Sá gæi er í toppmálum.“

Egill hefur ekkert á móti því að fólk fasti í einhvern tíma sólahringsins.

„En til hvers þarft þú að drekka einhvern fokking safa. Nýrun og lifrin hreinsa sig bara sjálf. Heldur þú að líkaminn sé það heimskur að það þurfi einhvern safa frá einhverjum Nígeríusvindlara til að hann hreinsi sig? Þessi safakúr gerir ekkert, þá meina ég ekkert. Rikki þú misstir 3,8 kíló af vatni og misstir ekki 3,8 kíló af fitu.“

Hann segir að umrædd 3,8 kíló verði komin aftur eftir þrjá til fjóra daga.

„Líkaminn er mjög háþróuð vel. Hann hreinsar sig bara sjálfur og nýrun og lifrin sjá bara um það. Heldur þú að líkaminn sé bara að hugsa: „ég þarf að hreinsa mig, helvíti var gott að fá smá safa til að hjálpa mér við það.“ Fólk er að kasta peningum í þetta og það á bara að hætta því. Þetta er mesti hestaskítur allra tíma. Það er ekki til ein rannsókn í heiminum sem sýnir að safakúr hjálpi þér að hreinsa líkamann.“

Hann kallar hluti eins og þriggja daga safakúra drasl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×