Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2018 10:00 Veiðisumarið hefur verið yfir meðallagi í það minnsta í ánum á vestur og norðausturlandi. Mynd: KL Laxveiðin er að nálgast endann þetta sumarið og vikulegar veiðitölur bera vel merki þess að haustbragur er komin á veiðina. Lokatölur eru komnar úr Norðurá og í næstu viku verða komnar lokatölur úr fleiri ám sem eru að loka næstu daga. Veiði í náttúrulegu ánum lýkur alveg í september en veiðin í ánum sem er haldið uppi með seiðasleppingum heldur áfram vel inn í október. Eystri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin með 3.617 laxa og samkvæmt Einari Lúðvíkssyni eru að veiðast 20-25 laxar á dag. Áin er ekki fullseld en það eru að meðaltali 12-14 stangir við veiðar en alls má veiða á 18 stangir í ánni svo þetta er ágæt meðalveiði á stöng á þessum árstíma. Sumarið hefur heilt yfir verið ágætt og það eru líklega 18 ár sem eru komnar yfir veiðina í fyrra svo þetta sumar virðist heilt yfir á vesturlandi vera í meðallagi eða aðeins yfir það. Þverá og Kjarrá bættu heldur betur við töluna í fyrra eða tæpum 400 löxum. Sama má segja um Haffjarðará en lokatölur sumarsins 2017 þar voru 1.167 laxar en í hún er komin í 1.545 laxa núna. Það er síðan gaman að sjá að Selá í Vopnafirði hefur verið að eiga mjög gott sumar en heildarveiðin í henni er komin í 1.315 laxa á móti 937 löxum í fyrra. Þetta er besta sumarið í Selá síðan 2013 en þá veiddust 16.64 laxar í ánni. Topp fimm árnar samkvæmt listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Eystri Rangá - 3.617 laxar 2. Ytri Rangá - 3.445 laxar 3. Miðfjarðará - 2.509 laxar 4. Þverá/Kjarrá - 2.445 laxar 5. Norðurá - 1.692 laxar Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Laxveiðin er að nálgast endann þetta sumarið og vikulegar veiðitölur bera vel merki þess að haustbragur er komin á veiðina. Lokatölur eru komnar úr Norðurá og í næstu viku verða komnar lokatölur úr fleiri ám sem eru að loka næstu daga. Veiði í náttúrulegu ánum lýkur alveg í september en veiðin í ánum sem er haldið uppi með seiðasleppingum heldur áfram vel inn í október. Eystri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin með 3.617 laxa og samkvæmt Einari Lúðvíkssyni eru að veiðast 20-25 laxar á dag. Áin er ekki fullseld en það eru að meðaltali 12-14 stangir við veiðar en alls má veiða á 18 stangir í ánni svo þetta er ágæt meðalveiði á stöng á þessum árstíma. Sumarið hefur heilt yfir verið ágætt og það eru líklega 18 ár sem eru komnar yfir veiðina í fyrra svo þetta sumar virðist heilt yfir á vesturlandi vera í meðallagi eða aðeins yfir það. Þverá og Kjarrá bættu heldur betur við töluna í fyrra eða tæpum 400 löxum. Sama má segja um Haffjarðará en lokatölur sumarsins 2017 þar voru 1.167 laxar en í hún er komin í 1.545 laxa núna. Það er síðan gaman að sjá að Selá í Vopnafirði hefur verið að eiga mjög gott sumar en heildarveiðin í henni er komin í 1.315 laxa á móti 937 löxum í fyrra. Þetta er besta sumarið í Selá síðan 2013 en þá veiddust 16.64 laxar í ánni. Topp fimm árnar samkvæmt listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Eystri Rangá - 3.617 laxar 2. Ytri Rangá - 3.445 laxar 3. Miðfjarðará - 2.509 laxar 4. Þverá/Kjarrá - 2.445 laxar 5. Norðurá - 1.692 laxar
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði