Volvo hagnaðist um 180 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2018 14:41 Volvo S90. Síðasta ár var mjög arðbært hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo og nam hagnaður þess 180 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Þetta er fjórða árið í röð sem Volvo slær eigið hagnaðarmet, en hagnaðurinn fyrir árið 2016 nam 139 milljörðum í fyrra. Velta Volvo í fyrra var 2.666 milljörðum króna og því var hagnaður af sölu Volvo bíla 6,75% í fyrra. Volvo gerir ráð fyrir enn betra rekstrarári í ár og segir að mikil eftirspurn sé eftir bílum Volvo og að nýr Volvo XC40 bíll muni hjálpa þar til. Mikil sala er á Volvo bílum í Kína og er það ef til eðlilegt í ljósi þess að eigandi Volvo, Geely, er kínverskur bílaframleiðandi. Í fyrra seldi Volvo alls 571.577 bíla og jókst salan um 7% frá árinu 2016. Markmið Volvo er að ná 800.000 bíla sölu innan fárra ára og þar sem stöðugur og góður vöxtur hefur verið í sölu Volvo bíla á síðustu árum er næsta víst að það markmið mun nást. Volvo er að byggja nýja verksmiðju í Bandaríkjunum og munu fyrstu Volvo bílarnir streyma úr þeirri verksmiðju á þessu ári. Hætt er við því að Volvo bílar muni í kjölfarið seljast í meira magni en fyrr í Bandaríkjunum. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Síðasta ár var mjög arðbært hjá sænska bílaframleiðandanum Volvo og nam hagnaður þess 180 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Þetta er fjórða árið í röð sem Volvo slær eigið hagnaðarmet, en hagnaðurinn fyrir árið 2016 nam 139 milljörðum í fyrra. Velta Volvo í fyrra var 2.666 milljörðum króna og því var hagnaður af sölu Volvo bíla 6,75% í fyrra. Volvo gerir ráð fyrir enn betra rekstrarári í ár og segir að mikil eftirspurn sé eftir bílum Volvo og að nýr Volvo XC40 bíll muni hjálpa þar til. Mikil sala er á Volvo bílum í Kína og er það ef til eðlilegt í ljósi þess að eigandi Volvo, Geely, er kínverskur bílaframleiðandi. Í fyrra seldi Volvo alls 571.577 bíla og jókst salan um 7% frá árinu 2016. Markmið Volvo er að ná 800.000 bíla sölu innan fárra ára og þar sem stöðugur og góður vöxtur hefur verið í sölu Volvo bíla á síðustu árum er næsta víst að það markmið mun nást. Volvo er að byggja nýja verksmiðju í Bandaríkjunum og munu fyrstu Volvo bílarnir streyma úr þeirri verksmiðju á þessu ári. Hætt er við því að Volvo bílar muni í kjölfarið seljast í meira magni en fyrr í Bandaríkjunum.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent